Áhorfendur fá ekki að klæða sig upp á HM í pílu í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 10:30 Mynd frá HM í pílu á síðasta ári. Þessi þarf að láta jólapeysu duga í ár ef hann verður einn þeirra 1000 sem fær miða á mótið. Paul Harding/Getty Images Áhorfendur á HM í pílu í ár fá ekki að klæða sig upp eins og venja er ár hvert. HM í pílu er þekkt fyrir skrautlega áhorfendur enda mætir hver einn og einasti í búning, oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Bretland England Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Bretland England Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira