Rjúpnaveiði lítil í vetur: Formaður Skotvís telur líklegt að fálkadauða megi rekja til rjúpnaleysis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 17:49 Rjúpnaveiði hefur verið lítil í vetur. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiði hefur verið fremur lítil í vetur og segir formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, að það sem bjargi jólamatnum á mörgum heimilum séu rjúpur í frystinum frá síðasta vetri. Veiðin rétt dugi fyrir jólamatnum. „Tilfinningin er sú að þetta sé svipað og var 2011, þá voru þetta um 30 þúsund rjúpur. Það er alveg nóg í jólamatinn en ekki mikið meira,“ sagði Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, en hann ræddi rjúpnaveiðina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni seinni partinn í dag. Veiðin hafi verið mjög misjöfn á milli landshluta, og jafnvel innan þeirra líka. „Sumir voru bara með nokkra kílómetra milli hvors annars, annar fékk slatta en hinn ekki neitt,“ segir Áki. Vandamálið megi rekja til þess að rjúpnaungum fari fækkandi á hverja hænu. Áður fyrr hafi um 8,6 rjúpnaungar fylgt hverri hænu í upphafi skotveiðitímabilsins en nú séu þeir um 6,5. Vandamálið hefur þó ekki aðeins áhrif á jólamat landsmanna, heldur á fálka, en þeirra helsta fæða eru rjúpur. Sex dauðir eða deyjandi fálkar fundust hér á landi í nóvember og telur fuglafræðingur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Þrír fálkanna voru fullorðnir en óvenjulegt er að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Áki segir mjög líklegt að rekja megi dauða fálkanna til rjúpnaleysis. „Mjög líklega, það er bara gangur náttúrunnar að þegar rjúpnastofninn fer niður þá fækkar í fálkastofninum. Hjá fálkunum nær það lágmarki svona tveimur árum eftir lágmarki hjá rjúpunni,“ segir Áki. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áka í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Skotveiði Dýr Reykjavík síðdegis Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26 Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40 Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Tilfinningin er sú að þetta sé svipað og var 2011, þá voru þetta um 30 þúsund rjúpur. Það er alveg nóg í jólamatinn en ekki mikið meira,“ sagði Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, en hann ræddi rjúpnaveiðina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni seinni partinn í dag. Veiðin hafi verið mjög misjöfn á milli landshluta, og jafnvel innan þeirra líka. „Sumir voru bara með nokkra kílómetra milli hvors annars, annar fékk slatta en hinn ekki neitt,“ segir Áki. Vandamálið megi rekja til þess að rjúpnaungum fari fækkandi á hverja hænu. Áður fyrr hafi um 8,6 rjúpnaungar fylgt hverri hænu í upphafi skotveiðitímabilsins en nú séu þeir um 6,5. Vandamálið hefur þó ekki aðeins áhrif á jólamat landsmanna, heldur á fálka, en þeirra helsta fæða eru rjúpur. Sex dauðir eða deyjandi fálkar fundust hér á landi í nóvember og telur fuglafræðingur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Þrír fálkanna voru fullorðnir en óvenjulegt er að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Áki segir mjög líklegt að rekja megi dauða fálkanna til rjúpnaleysis. „Mjög líklega, það er bara gangur náttúrunnar að þegar rjúpnastofninn fer niður þá fækkar í fálkastofninum. Hjá fálkunum nær það lágmarki svona tveimur árum eftir lágmarki hjá rjúpunni,“ segir Áki. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áka í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Skotveiði Dýr Reykjavík síðdegis Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26 Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40 Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26
Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40
Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10