Heitara vatn í pípunum og fólk gæti því varúðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:36 Besta nýtingin á auknum varma í pípunum næst þegar ofnar eru heitir að ofan og kaldir að neðanverðu. Vísir/getty Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst nú stöðugt með kólnandi veðri. Búist er við að álagsmet verði slegið á laugardag. Brugðist hefur verið við auknu álagi með því að hækka hitastig á vatninu og er fólk því hvatt til að gæta varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Klukkan 17:00 í dag var rennslið á heitu vatni komið í 14.900 rúmmetra á klukkustund (m3/klst) á höfuðborgarsvæðinu og búist er við að það verði um 15.500 m3/klst á miðnætti. Á morgun er búist við hægri stigvaxandi aukningu en mesta álagið á hitaveituna verður í hádeginu á laugardag. „Gangi veðurspá eftir stefnir í að notkunin verði þá komin upp undir 18.000 m3/klst sem slær út fyrra met sem er 17.000 m3/klst. Til að setja þá tölu í samhengi þá hefði rennslið dugað til að fylla djúpu útilaugina í Laugardalslaug á rúmum fimm mínútum,“ segir í tilkynningu frá Veitum. Ein af þeim aðgerðum sem Veitur hafa ráðist í til að bregðast við þessari miklu notkun er að hækka hitastig vatnsins í hitaveitunni. Sú hækkun er nú að skila sér til notenda og gerir þeim kleift að lækka í ofnum án þess að hitinn minnki. Besta nýtingin á varmanum næst þegar ofnar eru heitir að ofan og kaldir að neðanverðu og mælt er með að þeir séu stilltir þannig. „Víða er sama vatn nýtt til húshitunar og í þvotta og böð og því er rétt að ítreka að nú sem endranær þarf að gæta ítrustu varúðar þegar heitt vatn er notað, ekki síst þegar fólk með skert snertiskyn eða óvitar eru á heimilinu,“ segir í tilkynningu Veitna. Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Klukkan 17:00 í dag var rennslið á heitu vatni komið í 14.900 rúmmetra á klukkustund (m3/klst) á höfuðborgarsvæðinu og búist er við að það verði um 15.500 m3/klst á miðnætti. Á morgun er búist við hægri stigvaxandi aukningu en mesta álagið á hitaveituna verður í hádeginu á laugardag. „Gangi veðurspá eftir stefnir í að notkunin verði þá komin upp undir 18.000 m3/klst sem slær út fyrra met sem er 17.000 m3/klst. Til að setja þá tölu í samhengi þá hefði rennslið dugað til að fylla djúpu útilaugina í Laugardalslaug á rúmum fimm mínútum,“ segir í tilkynningu frá Veitum. Ein af þeim aðgerðum sem Veitur hafa ráðist í til að bregðast við þessari miklu notkun er að hækka hitastig vatnsins í hitaveitunni. Sú hækkun er nú að skila sér til notenda og gerir þeim kleift að lækka í ofnum án þess að hitinn minnki. Besta nýtingin á varmanum næst þegar ofnar eru heitir að ofan og kaldir að neðanverðu og mælt er með að þeir séu stilltir þannig. „Víða er sama vatn nýtt til húshitunar og í þvotta og böð og því er rétt að ítreka að nú sem endranær þarf að gæta ítrustu varúðar þegar heitt vatn er notað, ekki síst þegar fólk með skert snertiskyn eða óvitar eru á heimilinu,“ segir í tilkynningu Veitna.
Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent