Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:23 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu. „Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja. Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04 Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu. „Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja. Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04 Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04
Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06