Meira en helmingur Covid-sjúklinga fann fyrir truflun á bragðskyni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2020 07:44 Til þess hafa flestar rannsóknir á einkennum Covid-19 byggst á upplýsingum um einstaklinga sem hafa þurft innlögn á sjúkrahús en rannsókn Elíasar beindist að öðrum hópi; þeim sem voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum. Þá uppfyllti nærri fjórðungur þeirra sem greindust ekki einkennamerki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fyrir greiningarpróf og 14% uppfylltu ekki einkennamerki Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Þessar niðurstöður þykja benda til þess að allt að 24% sjúklinga sem greindust með Covid-19 hefðu ekki greinst með sjúkdóminn eða greiningu hefði seinkað ef aðeins þeir sem uppfylltu fyrrnefnd skilmerki hefðu fengið að fara í sýnatöku. Fyrst var greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í læknatímaritinu British Medical Journal fyrr í vikunni en fjallað er um rannsóknina á vef Landspítalans og Háskóla Íslands. Fyrsti höfundur greinarinnar er nýdoktorinn og læknirinn Elías Eyþórsson en rannsóknina vann hann undir handleiðslu Runólfs Pálssonar og Martins Inga Sigurðssonar, prófessora við læknadeild, og í samstarfi við stóran hóp vísindamanna, lækna og læknanema við Landspítala og HÍ. Til þess hafa flestar rannsóknir á einkennum Covid-19 byggst á upplýsingum um einstaklinga sem hafa þurft innlögn á sjúkrahús en rannsókn Elíasar beindist að öðrum hópi. „Rannsókn Elíasar og félaga byggði á gögnum sem var safnað á Covid-göngudeild Landspítala. Allir sem greindust með COVID-19 (jákvætt PCR-próf fyrir SARS-CoV-2) voru skráðir í símaþjónustu deildarinnar sem fól í sér tíð símtöl hjúkrunarfræðinga og lækna þar sem lagt var mat á líðan fólks og ráðgjöf veitt. Jafnframt var í hverju símtali spurt hvort einhver af 19 skilgreindum einkennum væru til staðar og mat lagt á alvarleika veikindanna. Svör við þessum spurningum voru skráð kerfisbundið á sérstakt eyðublað sem var hannað fyrir þjónustu Covid-göngudeildarinnar og var skráningin uppfærð eftir hvert símtal. Rannsóknin náði til allra 1.797 einstaklinga sem greindust með Covid-19 frá 28. febrúar til 30. apríl 2020 og var 1.564 sem greindust eftir að skráningarblaðið var tekið í notkun gefinn sérstakur gaumur,“ segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengustu einkenni Covid-19 voru slappleiki (75%), hósti (73%) og höfuðverkur (73%). Minna en helmingur (48%) fékk hita og 58% voru með bragðskynstruflun og 57% lyktarskynstruflun. „Þótt oft sé talað um Covid-19 sem öndunarfærasjúkdóm er athyglisvert að 48% höfðu einkenni frá meltingarfærum,“ segir á vef Landspítalans þar sem má lesa nánar um rannsóknina. Hér má svo nálgast greinina í British Medical Journal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum. Þá uppfyllti nærri fjórðungur þeirra sem greindust ekki einkennamerki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fyrir greiningarpróf og 14% uppfylltu ekki einkennamerki Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Þessar niðurstöður þykja benda til þess að allt að 24% sjúklinga sem greindust með Covid-19 hefðu ekki greinst með sjúkdóminn eða greiningu hefði seinkað ef aðeins þeir sem uppfylltu fyrrnefnd skilmerki hefðu fengið að fara í sýnatöku. Fyrst var greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í læknatímaritinu British Medical Journal fyrr í vikunni en fjallað er um rannsóknina á vef Landspítalans og Háskóla Íslands. Fyrsti höfundur greinarinnar er nýdoktorinn og læknirinn Elías Eyþórsson en rannsóknina vann hann undir handleiðslu Runólfs Pálssonar og Martins Inga Sigurðssonar, prófessora við læknadeild, og í samstarfi við stóran hóp vísindamanna, lækna og læknanema við Landspítala og HÍ. Til þess hafa flestar rannsóknir á einkennum Covid-19 byggst á upplýsingum um einstaklinga sem hafa þurft innlögn á sjúkrahús en rannsókn Elíasar beindist að öðrum hópi. „Rannsókn Elíasar og félaga byggði á gögnum sem var safnað á Covid-göngudeild Landspítala. Allir sem greindust með COVID-19 (jákvætt PCR-próf fyrir SARS-CoV-2) voru skráðir í símaþjónustu deildarinnar sem fól í sér tíð símtöl hjúkrunarfræðinga og lækna þar sem lagt var mat á líðan fólks og ráðgjöf veitt. Jafnframt var í hverju símtali spurt hvort einhver af 19 skilgreindum einkennum væru til staðar og mat lagt á alvarleika veikindanna. Svör við þessum spurningum voru skráð kerfisbundið á sérstakt eyðublað sem var hannað fyrir þjónustu Covid-göngudeildarinnar og var skráningin uppfærð eftir hvert símtal. Rannsóknin náði til allra 1.797 einstaklinga sem greindust með Covid-19 frá 28. febrúar til 30. apríl 2020 og var 1.564 sem greindust eftir að skráningarblaðið var tekið í notkun gefinn sérstakur gaumur,“ segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengustu einkenni Covid-19 voru slappleiki (75%), hósti (73%) og höfuðverkur (73%). Minna en helmingur (48%) fékk hita og 58% voru með bragðskynstruflun og 57% lyktarskynstruflun. „Þótt oft sé talað um Covid-19 sem öndunarfærasjúkdóm er athyglisvert að 48% höfðu einkenni frá meltingarfærum,“ segir á vef Landspítalans þar sem má lesa nánar um rannsóknina. Hér má svo nálgast greinina í British Medical Journal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira