Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 11:01 Ivanka Trump (t.h.) með eiginmanni sínum Jared Kushner. Dómsmálaráðherra Washington-borgar stefndi henni, stjúpmóður hennar Melaniu og Thomas Barrack, nánum vini föður hennar, um gögn vegna fjárútláta embættistökunefndarinnar árið 2017. AP/Patrick Semansky Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. Innsetningarnefnd Trump sem skipulagði hátíðarhöld í kringum embættistöku Trump í Washington-borg 20. janúar árið 2017 safnaði meira fé en nokkur slík nefnd í sögunni. Dómsmálaráðherrann í borginni heldur því fram að nefndin hafi misfarið með fjármunina sem bakhjarlar Trump létu af hendi rakna. Slíkar nefndir eru reknar sem sjálfseignarstofnanir. Karl Racine, dómsmálaráðherrann, telur að meira en ein milljón dollara, jafnvirði meira en 125 milljóna íslenskra króna, sem nefndin greiddi Trump-hótelinu í Washington-borg fyrir leigu á veislusal hafi verið hluti af áætlun um að „ofgreiða stórlega“ til að fóðra vasa fjölskyldu forsetans, að sögn AP-fréttastofunnar. Nefndarmenn eiga að hafa átt í samráði við stjórnendur hótelsins og Trump-fjölskylduna um þetta. „Lög svæðisins kveða á um að félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni skuli nota fjármuni sína í opinber markmið sín, ekki til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hagnist á þeim. Í þessu máli sækjumst við eftir því að endurheimta fjármuni sjálfseignastofnunarinnar sem var veitt á óeðlilegan hátt til fyrirtækja Trump-fjölskyldunnar,“ segir Racine sem er demókrati. Segist hafa látið rukka „sanngjarnt markaðsverð“ Alan Garten, lögmaður Ivönku Trump, fullyrðir að eina aðkoma hennar að málinu hafi verið að hafa milligöngu um samskipti á milli málsaðilanna og að skipa hótelinu að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ fyrir þjónustu sína. Trump segist sjálf hafa varið meira en fimm klukkustundum í að gefa skýrslu þar sem hún var spurð út í verðskrá Trump-hótelsins í kringum embættisinnsetninguna. „Ég deildi með þeim tölvupósti frá því fyrir fjórum árum þar sem ég sendi hótelinu fyrirmæli um að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ sem hótelið svo gerði. Þessi „rannsókn“ er önnur birtingarmynd pólitískrar hefnigirni og sóun á fjármunum skattgreiðenda,“ tísti forsetadóttirin. pic.twitter.com/DERU9YJLcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) December 3, 2020 Áður hefur komið fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki hvort að Trump-fyrirtækið hafi notað ráðgjafargreiðslur til Ivönku Trump til þess að lækka skattbyrði sína á ólögmætan hátt. Hún hefur einnig afskrifað þá rannsókn sem pólitíska atlögu að sér. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Innsetningarnefnd Trump sem skipulagði hátíðarhöld í kringum embættistöku Trump í Washington-borg 20. janúar árið 2017 safnaði meira fé en nokkur slík nefnd í sögunni. Dómsmálaráðherrann í borginni heldur því fram að nefndin hafi misfarið með fjármunina sem bakhjarlar Trump létu af hendi rakna. Slíkar nefndir eru reknar sem sjálfseignarstofnanir. Karl Racine, dómsmálaráðherrann, telur að meira en ein milljón dollara, jafnvirði meira en 125 milljóna íslenskra króna, sem nefndin greiddi Trump-hótelinu í Washington-borg fyrir leigu á veislusal hafi verið hluti af áætlun um að „ofgreiða stórlega“ til að fóðra vasa fjölskyldu forsetans, að sögn AP-fréttastofunnar. Nefndarmenn eiga að hafa átt í samráði við stjórnendur hótelsins og Trump-fjölskylduna um þetta. „Lög svæðisins kveða á um að félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni skuli nota fjármuni sína í opinber markmið sín, ekki til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hagnist á þeim. Í þessu máli sækjumst við eftir því að endurheimta fjármuni sjálfseignastofnunarinnar sem var veitt á óeðlilegan hátt til fyrirtækja Trump-fjölskyldunnar,“ segir Racine sem er demókrati. Segist hafa látið rukka „sanngjarnt markaðsverð“ Alan Garten, lögmaður Ivönku Trump, fullyrðir að eina aðkoma hennar að málinu hafi verið að hafa milligöngu um samskipti á milli málsaðilanna og að skipa hótelinu að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ fyrir þjónustu sína. Trump segist sjálf hafa varið meira en fimm klukkustundum í að gefa skýrslu þar sem hún var spurð út í verðskrá Trump-hótelsins í kringum embættisinnsetninguna. „Ég deildi með þeim tölvupósti frá því fyrir fjórum árum þar sem ég sendi hótelinu fyrirmæli um að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ sem hótelið svo gerði. Þessi „rannsókn“ er önnur birtingarmynd pólitískrar hefnigirni og sóun á fjármunum skattgreiðenda,“ tísti forsetadóttirin. pic.twitter.com/DERU9YJLcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) December 3, 2020 Áður hefur komið fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki hvort að Trump-fyrirtækið hafi notað ráðgjafargreiðslur til Ivönku Trump til þess að lækka skattbyrði sína á ólögmætan hátt. Hún hefur einnig afskrifað þá rannsókn sem pólitíska atlögu að sér.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21