Hönnuðu jólaketti úr notuðum barnafötum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2020 12:00 Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir. Sunna Ben Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12. Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020. Kettirnir eru framleiddir í takmörkuðu upplagi og verða þeir eingöngu fáanlegir í verslun Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg jólin 2020. Í framhaldinu verður þetta árlegur viðburður og nýir hönnuðir valdir til að túlka þennan fræga kött. Oftast er talað um jólaköttinn með orðalaginu „að fara í jólaköttinn“ og með því er átt við að hann éti þá sem ekki fá ný föt á jólunum. Því er það skemmtileg nálgun hjá hönnuðunum að gera jólaköttinn eingöngu úr gömlum fötum. Í Jólakötturinn eftir Jóhannes frá Kötlum segir meðal annars: Hann sveimaði, soltinn og grimmur, í sárköldum jólasnæ, og vakti í hjörtunum hroll á hverjum bæ. Ef mjálmað var aumlega úti var ólukkan samstundis vís Allir vissu´, að hann veiddi menn en vildi ekki mýs. Hann lagðist á fátæka fólkið, sem fékk enga nýja spjör fyrir jólin – og baslaði og bjó við bágust kjör. Hönnuðurnir tóku hugmyndina alla leið með því að gera jólaköttinn úr gömlum barnafötum.Sunna Ben Birta og Hrefna reka saman hönnunarstofuna Fléttu, en þær tast við endurnýtt efni í sína hönnun. Meðal fyrri verka Fléttu eru loftljós, borð, lampar og hillur úr gömlum verðlaunagripum og gólfmottur úr notuðum gallabuxum. Hrefna og Birta hafa í tvígang holotið hönnunarverðlaun The Reykjavík Grapevine fyrir vörur ársins árið 2019 og fyrir vörulínu ársins árið 2020.Sunna Ben Hér fyrir neðan má sjá albúm með nokkrum myndum frá þessu áhugaverða verkefni og annarri hönnun frá Fléttu. Ljósmyndarinn Sunna Ben tók þessar myndir. Stúdíó FléttaStúdíó FléttaStúdíó FléttaStúdíó FléttaStúdíó Flétta Jól Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Kettirnir eru framleiddir í takmörkuðu upplagi og verða þeir eingöngu fáanlegir í verslun Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg jólin 2020. Í framhaldinu verður þetta árlegur viðburður og nýir hönnuðir valdir til að túlka þennan fræga kött. Oftast er talað um jólaköttinn með orðalaginu „að fara í jólaköttinn“ og með því er átt við að hann éti þá sem ekki fá ný föt á jólunum. Því er það skemmtileg nálgun hjá hönnuðunum að gera jólaköttinn eingöngu úr gömlum fötum. Í Jólakötturinn eftir Jóhannes frá Kötlum segir meðal annars: Hann sveimaði, soltinn og grimmur, í sárköldum jólasnæ, og vakti í hjörtunum hroll á hverjum bæ. Ef mjálmað var aumlega úti var ólukkan samstundis vís Allir vissu´, að hann veiddi menn en vildi ekki mýs. Hann lagðist á fátæka fólkið, sem fékk enga nýja spjör fyrir jólin – og baslaði og bjó við bágust kjör. Hönnuðurnir tóku hugmyndina alla leið með því að gera jólaköttinn úr gömlum barnafötum.Sunna Ben Birta og Hrefna reka saman hönnunarstofuna Fléttu, en þær tast við endurnýtt efni í sína hönnun. Meðal fyrri verka Fléttu eru loftljós, borð, lampar og hillur úr gömlum verðlaunagripum og gólfmottur úr notuðum gallabuxum. Hrefna og Birta hafa í tvígang holotið hönnunarverðlaun The Reykjavík Grapevine fyrir vörur ársins árið 2019 og fyrir vörulínu ársins árið 2020.Sunna Ben Hér fyrir neðan má sjá albúm með nokkrum myndum frá þessu áhugaverða verkefni og annarri hönnun frá Fléttu. Ljósmyndarinn Sunna Ben tók þessar myndir. Stúdíó FléttaStúdíó FléttaStúdíó FléttaStúdíó FléttaStúdíó Flétta
Jól Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira