Óskaði eftir ódýrri PS4 tölvu en fékk hana gefins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2020 14:51 Dagmar til vinstri þegar hún var nýbúin að taka við tölvunni. Siggeir er á myndinni til hægri. Vísir - Aðsend/Siggeir Dagmar Ósk Héðinsdóttir fékk að upplifa sannkallaðan jólaanda, eins og hún kallaði það, á dögunum þegar hún óskaði eftir að fá að kaupa PlayStation 4 tölvu á lágu verði. Hún birti auglýsingu á Facebook-síðunni Brask og brall.is og það leið ekki að löngu þar til velviljaður maður bauðst til þess að gefa henni tölvu. „Mamma heyrði í mér og spurði hvort ég ætti PlayStation 4 tölvu til að selja ódýrt,“ segir Siggeir Karl Kristjánsson, sem gaf Dagmar tölvuna. „Hún sagði mér að það væri kona sem ætti ekki efni á nýrri tölvu sem óskaði eftir tölvu ódýrt. Ég sagði strax já og var bara tilbúinn að gefa henni hana,“ segir Siggeir. Siggeir skrifaði athugasemd við færslu Dagmar þar sem hann bauðst til að gefa henni tölvuna. Ákvörðun Siggeirs vakti mikla athygli inni á hópnum, 1500 manns hafa „lækað“ svarið hans og um fimmtíu manns hrósað Siggeiri fyrir velvild hans. Viðbrögðin hafa verið gríðarleg við gjafmildi Siggeirs.Facebook „Hún var rosalega ánægð og heyrði í mér strax og þakkaði mér fyrir, bróðir hennar hafði líka samband og þakkaði mér fyrir.“ „Mér fannst bara mjög gott að geta gert þetta fyrir hana og vonandi hvetur þetta fleiri til að gera eins,“ segir Siggeir. Hann segir að tölvan muni nýtast Dagmar mun betur en honum. Dagmar er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða og hefur Dagmar vakið athygli áður en hún er ein nokkurra íslenskra kvenna sem að undanförnu hafa fengið sér dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dagmar er komin með tölvuna í hendurnar en velvild Siggeirs blés öðrum von í brjóst og bauðst fyrirtækið Sending til þess að skutla tölvunni til Dagmarar endurgjaldslaust. Hún segist afar sátt með tölvuna og segist mjög þakklát fyrir þetta sem „ég kalla sannan jólaanda,“ segir Dagmar. Siggeir segist vonast til þess að gjafmildi hans hvetji fleiri sem geta til að gera góða hluti nú á aðventunni. Jól Góðverk Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
„Mamma heyrði í mér og spurði hvort ég ætti PlayStation 4 tölvu til að selja ódýrt,“ segir Siggeir Karl Kristjánsson, sem gaf Dagmar tölvuna. „Hún sagði mér að það væri kona sem ætti ekki efni á nýrri tölvu sem óskaði eftir tölvu ódýrt. Ég sagði strax já og var bara tilbúinn að gefa henni hana,“ segir Siggeir. Siggeir skrifaði athugasemd við færslu Dagmar þar sem hann bauðst til að gefa henni tölvuna. Ákvörðun Siggeirs vakti mikla athygli inni á hópnum, 1500 manns hafa „lækað“ svarið hans og um fimmtíu manns hrósað Siggeiri fyrir velvild hans. Viðbrögðin hafa verið gríðarleg við gjafmildi Siggeirs.Facebook „Hún var rosalega ánægð og heyrði í mér strax og þakkaði mér fyrir, bróðir hennar hafði líka samband og þakkaði mér fyrir.“ „Mér fannst bara mjög gott að geta gert þetta fyrir hana og vonandi hvetur þetta fleiri til að gera eins,“ segir Siggeir. Hann segir að tölvan muni nýtast Dagmar mun betur en honum. Dagmar er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða og hefur Dagmar vakið athygli áður en hún er ein nokkurra íslenskra kvenna sem að undanförnu hafa fengið sér dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dagmar er komin með tölvuna í hendurnar en velvild Siggeirs blés öðrum von í brjóst og bauðst fyrirtækið Sending til þess að skutla tölvunni til Dagmarar endurgjaldslaust. Hún segist afar sátt með tölvuna og segist mjög þakklát fyrir þetta sem „ég kalla sannan jólaanda,“ segir Dagmar. Siggeir segist vonast til þess að gjafmildi hans hvetji fleiri sem geta til að gera góða hluti nú á aðventunni.
Jól Góðverk Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira