Hinn almenni borgari geti ekki keppt við yfirburði ríkisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. desember 2020 19:20 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir það miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um gjafsókn við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Íslenska ríkið hafi yfirburði sem almennur borgari geti ekki keppt við. Allir eigi að hafa jafnan aðgang að dómstólum, óháð stöðu. Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“ Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“
Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira