Tómas biðst afsökunar og fjarlægir myndböndin Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2020 20:41 Tómas Guðbjartsson slær reglulega á létta strengi á Facebook-síðu sinni. Nú þótti sumum hann fara yfir strikið. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum hefur fjarlægt myndbönd sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Í myndböndunum sagðist Tómas að hann og ritari á spítalanum hefðu unnið að því að para saman læknanema í skurðlæknisfræðikúrsi á fjórða ári. Hann segir að um grín hafi verið að ræða og biður þá nemendur afsökunar sem kunna að hafa tekið gríninu illa. Fréttablaðið fjallaði meðal annars um myndbönd Tómasar þar sem vitnað var í skurðlækninn sem sagði að kúrsinn skurðlæknisfræði væri „eins og Tinder á sjálfstýringu“. Tinder er stefnumótaforrit þar sem fólk getur skoðað myndir af öðru fólki og sett sig í samband við ef áhugi er gagnkvæmur. Hverjir eru á lausu og hverjir ekki? „Ég var með ritara sem hafði mikinn áhuga á því, þegar námskeiðið var að byrja hjá okkur á haustin, hverjir voru á lausu og hverjir ekki,“ sagði Tómas í myndbandinu. Stefnumótaforritið Tinder nýtur gríðarlegra vinsælda hér á landi sem annars staðar.Vísir „Þannig hún kom inn til mín og strikaði yfir alla sem voru á föstu og svo var hún að velta fyrir sér hverjir væru flott par. Ég get stoltur sagt það að slatti af samböndum sem hafa orðið til í kúrsinum því okkar tókst að para saman þá sem voru einhleypir í allskonar verkefnavinnu og aðgerðir,“ segir Tómas. Nemendurnir viti ekki af ráðabruggi þeirra og vissulega hafi samböndin ekki öll enst. Skein í gegn í myndböndum Tómasar að um grín var að ræða og vakti færslan mikil viðbrögð. Aðallega hló fólk en svo fór að bera á gagnrýnisröddum. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í dag að nokkrar konur, starfandi læknar á Landspítalanum, hefðu gert athugasemdir við færslu Tómasar. Hún væri niðurlægjandi fyrir nemendur og kennara, væri óviðeigandi. Þótti myndböndin óviðeigandi „Þetta er mjög óviðeigandi hegðun gagnvart læknanemum og eiginlega enn þá meira óviðeigandi að pósta þessu,” sagði einn læknirinn. Tómas hefur nú fjarlægt myndböndin og biðst í færslu á Facebook afsökunar ef hann hafi sært einhvern. Tómas starfar á Landspítalanum þar sem miklar framkvæmdir standa yfir.Vísir/Vilhelm „Af gefnu tilefni skal tekið fram að myndbandsatriði sem birtist í gær á Facebook-síðu minni þar sem ýjað er að því að ég sinni því að para saman nemendur á kúrsinum í skurðlæknisfræði á 4. ári var grínsketch frá upphafi til enda og á sér ENGA stoð í raunveruleikanum,“ segir Tómas. „Söguþráðurinn er algjör tilbúningur og þeir þrír eldri og útskrifuðu nemendur sem tóku þátt í því voru hafðir með í ráðum.“ Beðinn um að vera Grammari vikunnar Hann hafi verið beðinn um að sjá um Instagramsíðuna Íslenskir læknanemar í vikunni sem Grammari vikunnar. Skorað hafi verið á hann að slá á létta strengi í bland við fræðilega umfjöllun. Það gerði ég með nokkrum grínatriðum sem fólk getur haft skoðanir á hvort hafi verið fyndin - og einhverjum greinilega þótt óviðeigandi. Hann segir atriðið hafa ratað í fjölmiðla án hans vitundar og þannig mögulega valdið misskilningi, tekið úr samhengi. „Ég hef margsinnis tekið þátt í árshátíðarmyndböndum bæði lækna- og hjúkrunarnema og þar verið slegið á létta strengi á svipuðum nótum - atriði sem sömuleiðis hafa ratað í fjölmiðla,“ segir Tómas. „Nemendur hafa haft gaman af þessu en grín getur misskilist og valdið einhverjum sársauka - sem alls ekki var tilgangurinn. Í ofangreindu ljósi bið ég þá sem þetta kann að hafa sært afsökunar á því að hafa sett þetta efni inn á Facebook síðu mína.“ Læknirinn slær reglulega á létta strengi á Facebook, hvar hann er mjög virkur, og má rifja upp þessa frétt á Vísi fyrr á árinu upp úr færslu hans. Og þessa hér. Húmorslausir hafi alltaf verið til Viðbrögð við færslu Tómasar eru flest á þann veg að fólk skilji ekkert í viðkvæmni fyrir gríninu. „Ekkert má nú. Fólk þorir ekki lengur að spauga með nokkurn skapaðan hlut. Hvernig var hægt að móðgast yfir þessu?“ spyr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, doktor í þjóðfræði og fyrrverandi þingmaður. „Húmorslausir hafa alltaf verið til, en það færist sífellt í vöxt að þeir móðgist fyrir hönd annarra,“ segir Ólafur Hauksson almannatengill. „Mér þótti þetta gott grín en þú sem læknir veist að húmorsleysi er ólæknandi og sennilega vanmetnasta meinsemd nútímans. Stay strong,“ segir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og útivistarkappi. Samfélagsmiðlar Landspítalinn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hann segir að um grín hafi verið að ræða og biður þá nemendur afsökunar sem kunna að hafa tekið gríninu illa. Fréttablaðið fjallaði meðal annars um myndbönd Tómasar þar sem vitnað var í skurðlækninn sem sagði að kúrsinn skurðlæknisfræði væri „eins og Tinder á sjálfstýringu“. Tinder er stefnumótaforrit þar sem fólk getur skoðað myndir af öðru fólki og sett sig í samband við ef áhugi er gagnkvæmur. Hverjir eru á lausu og hverjir ekki? „Ég var með ritara sem hafði mikinn áhuga á því, þegar námskeiðið var að byrja hjá okkur á haustin, hverjir voru á lausu og hverjir ekki,“ sagði Tómas í myndbandinu. Stefnumótaforritið Tinder nýtur gríðarlegra vinsælda hér á landi sem annars staðar.Vísir „Þannig hún kom inn til mín og strikaði yfir alla sem voru á föstu og svo var hún að velta fyrir sér hverjir væru flott par. Ég get stoltur sagt það að slatti af samböndum sem hafa orðið til í kúrsinum því okkar tókst að para saman þá sem voru einhleypir í allskonar verkefnavinnu og aðgerðir,“ segir Tómas. Nemendurnir viti ekki af ráðabruggi þeirra og vissulega hafi samböndin ekki öll enst. Skein í gegn í myndböndum Tómasar að um grín var að ræða og vakti færslan mikil viðbrögð. Aðallega hló fólk en svo fór að bera á gagnrýnisröddum. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í dag að nokkrar konur, starfandi læknar á Landspítalanum, hefðu gert athugasemdir við færslu Tómasar. Hún væri niðurlægjandi fyrir nemendur og kennara, væri óviðeigandi. Þótti myndböndin óviðeigandi „Þetta er mjög óviðeigandi hegðun gagnvart læknanemum og eiginlega enn þá meira óviðeigandi að pósta þessu,” sagði einn læknirinn. Tómas hefur nú fjarlægt myndböndin og biðst í færslu á Facebook afsökunar ef hann hafi sært einhvern. Tómas starfar á Landspítalanum þar sem miklar framkvæmdir standa yfir.Vísir/Vilhelm „Af gefnu tilefni skal tekið fram að myndbandsatriði sem birtist í gær á Facebook-síðu minni þar sem ýjað er að því að ég sinni því að para saman nemendur á kúrsinum í skurðlæknisfræði á 4. ári var grínsketch frá upphafi til enda og á sér ENGA stoð í raunveruleikanum,“ segir Tómas. „Söguþráðurinn er algjör tilbúningur og þeir þrír eldri og útskrifuðu nemendur sem tóku þátt í því voru hafðir með í ráðum.“ Beðinn um að vera Grammari vikunnar Hann hafi verið beðinn um að sjá um Instagramsíðuna Íslenskir læknanemar í vikunni sem Grammari vikunnar. Skorað hafi verið á hann að slá á létta strengi í bland við fræðilega umfjöllun. Það gerði ég með nokkrum grínatriðum sem fólk getur haft skoðanir á hvort hafi verið fyndin - og einhverjum greinilega þótt óviðeigandi. Hann segir atriðið hafa ratað í fjölmiðla án hans vitundar og þannig mögulega valdið misskilningi, tekið úr samhengi. „Ég hef margsinnis tekið þátt í árshátíðarmyndböndum bæði lækna- og hjúkrunarnema og þar verið slegið á létta strengi á svipuðum nótum - atriði sem sömuleiðis hafa ratað í fjölmiðla,“ segir Tómas. „Nemendur hafa haft gaman af þessu en grín getur misskilist og valdið einhverjum sársauka - sem alls ekki var tilgangurinn. Í ofangreindu ljósi bið ég þá sem þetta kann að hafa sært afsökunar á því að hafa sett þetta efni inn á Facebook síðu mína.“ Læknirinn slær reglulega á létta strengi á Facebook, hvar hann er mjög virkur, og má rifja upp þessa frétt á Vísi fyrr á árinu upp úr færslu hans. Og þessa hér. Húmorslausir hafi alltaf verið til Viðbrögð við færslu Tómasar eru flest á þann veg að fólk skilji ekkert í viðkvæmni fyrir gríninu. „Ekkert má nú. Fólk þorir ekki lengur að spauga með nokkurn skapaðan hlut. Hvernig var hægt að móðgast yfir þessu?“ spyr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, doktor í þjóðfræði og fyrrverandi þingmaður. „Húmorslausir hafa alltaf verið til, en það færist sífellt í vöxt að þeir móðgist fyrir hönd annarra,“ segir Ólafur Hauksson almannatengill. „Mér þótti þetta gott grín en þú sem læknir veist að húmorsleysi er ólæknandi og sennilega vanmetnasta meinsemd nútímans. Stay strong,“ segir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og útivistarkappi.
Samfélagsmiðlar Landspítalinn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent