„Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2020 13:02 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Vilhelm Fulltrúar tuttugu sveitarfélaga hafa lagt fram tillögu til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að fallið verði frá hugmyndum um lögfestingu íbúalágmarks. Frumvarp þess efnis er nú til meðferðar hjá Alþingi. Gert er ráð fyrir því að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Nái þetta fram að ganga þýðir þetta í raun að sveitarfélög með íbúafjölda undir þessu lágmarki þurfa að sameinast öðrum. Gegn þessu leggjast sveitarfélögin tuttugu og segja þessar hugmyndir andlýðræðislegar. Tillaga þeirra, sem nálgast má hér, verður lögð fyrir á Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember næstkomandi. „Kjarninn er lýðræði og íbúalýðræði,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps aðspurður í samtali við fréttastofu hver sé kjarninn í tillögunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga eru fylgjandi því að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm „Það er grunnurinn í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, það er grunnurinn að þingsályktunartillögu um styrkingu sveitarfélagastigsins, lýðræði og íbúalýðræði, sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga, þetta er rauður þráður. Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum,“ segir Þröstur. Telja stuðninginn ofmetinn Í tilkynningu á vef Grýtubakkahrepps þar sem vakin er athygli á tillögunni segir að stuðningur sveitarfélaga við þessar tillögur að lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sé ofmetinn. „Ráðherra hefur kynnt þetta í þinginu að þetta sé einróma vilji sveitarfélaganna, að það sé einróma samþykkt hjá sveitarfélögunum sem standa til þessara hluta. Það er bara ekki rétt túlkun. Það voru stóru sveitarfélögun sem hafa 75 prósent atkvæðarétt á þingi sambandsins. Það voru þau sem ákváðu að þessi litlu ættu að sameinast eða leggjast undir þessi stóru, gegn vilja þeirra litlu,“ segir Þröstur. Þröstur segir að aðeins hafi tekið einn til tvo daga að fá sveitarfélögin tuttugu til að skrifa undir ályktunina. Sum þeirra eru nú þegar að skoða sameiningar enda segir Þröstur að sveitarfélögin séu ekki á móti sameiningum, þau vilji einfaldlega sjálf fá á að ráða ferðinni. Fulltrúar frá Bolungarvík eru á meðal þeirra sem skrifa undir.Vísir/Vilhelm „Það eru þessi minni sveitarfélög sem eru í stórum dráttum á sömu línu og við vitum að það eru margir fulltrúar stóru sveitarfélaganna sem vilja líka að lýðræðið ráði og íbúarnir fái að ráða þessum ákvörðunum. Það er grunnurinn, að íbúarnir sjálfir hafi ákvörðunarvaldið, að það sé ekki þvingað,“ segir Þröstur. Vongóður um góðan stuðning Þingið mun taka tillöguna fyrir þann 18. desember og vonast Þröstur eftir góðum stuðningi þar. Takist að samþykkja tillöguna muni fjara undan frumvarpinu um málið. „Þetta er í rauninni eina haldreipi ráðherrans til þess að keyra þetta áfram, það er þessi bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef hún fer frá, það er að segja ef Sambandið og sveitarfélögin sjálf vilja ekki þessa leið, þá er engin leið fyrir ráðherrann að halda áfram með þetta.“ Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 „Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Frumvarp þess efnis er nú til meðferðar hjá Alþingi. Gert er ráð fyrir því að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Nái þetta fram að ganga þýðir þetta í raun að sveitarfélög með íbúafjölda undir þessu lágmarki þurfa að sameinast öðrum. Gegn þessu leggjast sveitarfélögin tuttugu og segja þessar hugmyndir andlýðræðislegar. Tillaga þeirra, sem nálgast má hér, verður lögð fyrir á Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember næstkomandi. „Kjarninn er lýðræði og íbúalýðræði,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps aðspurður í samtali við fréttastofu hver sé kjarninn í tillögunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga eru fylgjandi því að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm „Það er grunnurinn í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, það er grunnurinn að þingsályktunartillögu um styrkingu sveitarfélagastigsins, lýðræði og íbúalýðræði, sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga, þetta er rauður þráður. Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum,“ segir Þröstur. Telja stuðninginn ofmetinn Í tilkynningu á vef Grýtubakkahrepps þar sem vakin er athygli á tillögunni segir að stuðningur sveitarfélaga við þessar tillögur að lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sé ofmetinn. „Ráðherra hefur kynnt þetta í þinginu að þetta sé einróma vilji sveitarfélaganna, að það sé einróma samþykkt hjá sveitarfélögunum sem standa til þessara hluta. Það er bara ekki rétt túlkun. Það voru stóru sveitarfélögun sem hafa 75 prósent atkvæðarétt á þingi sambandsins. Það voru þau sem ákváðu að þessi litlu ættu að sameinast eða leggjast undir þessi stóru, gegn vilja þeirra litlu,“ segir Þröstur. Þröstur segir að aðeins hafi tekið einn til tvo daga að fá sveitarfélögin tuttugu til að skrifa undir ályktunina. Sum þeirra eru nú þegar að skoða sameiningar enda segir Þröstur að sveitarfélögin séu ekki á móti sameiningum, þau vilji einfaldlega sjálf fá á að ráða ferðinni. Fulltrúar frá Bolungarvík eru á meðal þeirra sem skrifa undir.Vísir/Vilhelm „Það eru þessi minni sveitarfélög sem eru í stórum dráttum á sömu línu og við vitum að það eru margir fulltrúar stóru sveitarfélaganna sem vilja líka að lýðræðið ráði og íbúarnir fái að ráða þessum ákvörðunum. Það er grunnurinn, að íbúarnir sjálfir hafi ákvörðunarvaldið, að það sé ekki þvingað,“ segir Þröstur. Vongóður um góðan stuðning Þingið mun taka tillöguna fyrir þann 18. desember og vonast Þröstur eftir góðum stuðningi þar. Takist að samþykkja tillöguna muni fjara undan frumvarpinu um málið. „Þetta er í rauninni eina haldreipi ráðherrans til þess að keyra þetta áfram, það er þessi bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef hún fer frá, það er að segja ef Sambandið og sveitarfélögin sjálf vilja ekki þessa leið, þá er engin leið fyrir ráðherrann að halda áfram með þetta.“
Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 „Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22
Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02
„Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30