Mjög hversdagslegt og ekkert punchline Gunnar Dan Wiium skrifar 7. desember 2020 12:01 Þegar ekkert er að. Ég er miðaldra. Með iðnmenntun í grunninn og talsverða starfsreynslu. Alltaf unnið, aldrei langa daga en alltaf unnið. Ég hef aldrei leigt íbúð, svona kaupari. Ég er gagnkynhneigður, giftur góðri konu og saman eigum við góða dóttur. Bý í húsi sem er ekki yfirveðsett. Á grasflöt og sólpall. Við eigum líka kött, eða einna heldur það býr köttur í stofunni hjá okkur. Hún hefur búið hjá okkur í 5 ár. Veit ekki hvort hún myndi halda því áfram ef ég myndi ekki gefa henni að borða. Hún myndi örugglega bara fara, hún er samt mjög löt og ég veit ekki hvað hún heitir. Ég vinn með börnum eins og er, kenni þeim smíði. Þau elska það, bíða í röðum fyrir utan stofuna hjá mér fyrir tímann. Ég er ekki með yfirdrátt og legg meira að segja fyrir. Ég slæ grasið berfættur og er nýlega komin með blæti fyrir moltugerð. Ég monta mig yfir moltunni minni og sýni gestum og gangandi inn í hana. Síðasta sumar ræktaði ég um tvö hundruð THC fríar kannabisplöntur og drekk ég afraksturinn á hverju kvöldi. Mér finnst það æðislegt og segi gestum og gangandi frá því. Ég horfi á Netflix, mér finnst það nice. Um daginn horfði ég á heila seríu um skákkonu á þrem dögum. Svo sagði ég fólki frá því. Ég er meðalmaður en hef ekkert alltaf verið það. Ég hef upplifað stjórnleysi og logið. Ég hef verið með yfirdrátt og verið ábyrgðarlaus. Ég hef brugðist skyldum mínum og komið mér og öðrum í vandræði. En í dag er eins og ég hafi náð að koma mér á annan stað. Það er eins og það sé ekkert að. Það er bara þögn og ég leita af óuppgerðu, einhverju veseni og ég finn það ekki. Það er þögn og kötturinn sefur. Hún sefur reyndar mjög mikið svo það er kannski ekki marktækt. Hún væri eflaust sofandi í ringulreið. Nema kannski ef hún fengi ekki mat. Hafið þið góðan dag meðbræður og systur. Munið að hlusta eftir þögninni milli einda. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þegar ekkert er að. Ég er miðaldra. Með iðnmenntun í grunninn og talsverða starfsreynslu. Alltaf unnið, aldrei langa daga en alltaf unnið. Ég hef aldrei leigt íbúð, svona kaupari. Ég er gagnkynhneigður, giftur góðri konu og saman eigum við góða dóttur. Bý í húsi sem er ekki yfirveðsett. Á grasflöt og sólpall. Við eigum líka kött, eða einna heldur það býr köttur í stofunni hjá okkur. Hún hefur búið hjá okkur í 5 ár. Veit ekki hvort hún myndi halda því áfram ef ég myndi ekki gefa henni að borða. Hún myndi örugglega bara fara, hún er samt mjög löt og ég veit ekki hvað hún heitir. Ég vinn með börnum eins og er, kenni þeim smíði. Þau elska það, bíða í röðum fyrir utan stofuna hjá mér fyrir tímann. Ég er ekki með yfirdrátt og legg meira að segja fyrir. Ég slæ grasið berfættur og er nýlega komin með blæti fyrir moltugerð. Ég monta mig yfir moltunni minni og sýni gestum og gangandi inn í hana. Síðasta sumar ræktaði ég um tvö hundruð THC fríar kannabisplöntur og drekk ég afraksturinn á hverju kvöldi. Mér finnst það æðislegt og segi gestum og gangandi frá því. Ég horfi á Netflix, mér finnst það nice. Um daginn horfði ég á heila seríu um skákkonu á þrem dögum. Svo sagði ég fólki frá því. Ég er meðalmaður en hef ekkert alltaf verið það. Ég hef upplifað stjórnleysi og logið. Ég hef verið með yfirdrátt og verið ábyrgðarlaus. Ég hef brugðist skyldum mínum og komið mér og öðrum í vandræði. En í dag er eins og ég hafi náð að koma mér á annan stað. Það er eins og það sé ekkert að. Það er bara þögn og ég leita af óuppgerðu, einhverju veseni og ég finn það ekki. Það er þögn og kötturinn sefur. Hún sefur reyndar mjög mikið svo það er kannski ekki marktækt. Hún væri eflaust sofandi í ringulreið. Nema kannski ef hún fengi ekki mat. Hafið þið góðan dag meðbræður og systur. Munið að hlusta eftir þögninni milli einda. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar