Hvernig mælum við kaupmátt? Stefán Sveinbjörnsson skrifar 8. desember 2020 09:01 Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verðlag Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun