Fastur í Tókýó: „Legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Víkingur er einn besti píanóleikari landsins @vikingurolafsson Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er sem stendur staddur í Japan á tónleikaferðalagi og verður hann fastur þar einn yfir jólin. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira