Segja Tarrant hafa misheppnast ætlunarverk sitt með árásinni í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 15:31 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á þeim mistökum sem rannsóknarnefndin uppgötvaði og segir að tillögum nefndarinnar verði fylgt eftir. AP/Vincent Thian Þrátt fyrir að nefnd sem rannsakað hefur hina mannskæðu hryðjuverkaárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, hafi fundið galla á reglugerðum og áherslu, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið opinbera hefði ekki getað komið í veg fyrir árásina ef þessir gallar og önnur mistök hefðu ekki verið til staðar. Í mars í fyrra skaut hinn ástralski Brenton Tarrant 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch. Hann notaðist við hálfsjálfvirk vopn og sýndi árásina í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á hjálmi sínum. Árásarmaðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar. Í kjölfar árásarinnar var stofnuð sérstök nefnd sem átti meðal annars að kanna aðdraganda árásarinnar og hvort að yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hana. Nefndin opinberaði niðurstöður sínar í morgun. Í stuttu máli segir nefndin engin mistök eða vankanntar á hinu opinbera hafi fundist sem hefðu leitt til þess að ætlanir Tarrant myndu uppgötvast, eins og bent er á í samantekt Guardian. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fjallaði um skýrsluna í morgun sagðist hún að þó að ekki hafi verið hægt að stöðva árásina hafi mistök fundist og baðst hún afsökunar á því. Hún sagði að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja allar tillögur nefndarinnar. Þar á meðal eru tillögur um að stofna nýja leyniþjónustu, Í niðurstöðum nefndarinnar segir að Tarrant hafi sýnt af sér rasisma frá unga aldri. Hann flutti til Nýja-Sjálands í ágúst 2017 og varði miklum tíma í að skipuleggja og undirbyggja hryðjuverkaárás. Hann átti enga nána vini og forðaðist viðburði. Þá segir að hann hafi fengið skotvopnaleyfi innan við þremur mánuðum eftir að hann flutti til landsins og það þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga sögu í Nýja-Sjálandi. Nefndin segir að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir umsókn hans. Brenton Harrison Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar.AP/John Kirk-Anderson Þá sagði nefndin einnig að yfirvöld Nýja Sjálands hafi lagt of mikla áherslu á varnir gegn íslamistum og mögulegum hryðjuverkum þeirra. Einnig kemur fram í skýrslu nefndarinnar að nokkrum mánuðum fyrir árásina hafi Tarrant farið á sjúkrahús eftir að hafa skotið sjálfan sig fyrir mistök. Það skotsár var ekki tilkynnt til lögreglu og segir nefndin að þörf sé á slíkum reglum. Nefndin segir einnig að Tarrant hafi misheppnast ætlunarverk sitt. Hann hafi ætlað sér að valda óreiðu og óeiningu innan Nýja-Sjálands en það hafi ekki gengið yfir. Þvert á móti hafi Ný-Sjálendingar snúið bökum saman vegna árásarinnar og staðið vörð um gildi þeirra og hvað það þýðir að búa í Nýja-Sjálandi. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03 Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Í mars í fyrra skaut hinn ástralski Brenton Tarrant 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch. Hann notaðist við hálfsjálfvirk vopn og sýndi árásina í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á hjálmi sínum. Árásarmaðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar. Í kjölfar árásarinnar var stofnuð sérstök nefnd sem átti meðal annars að kanna aðdraganda árásarinnar og hvort að yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hana. Nefndin opinberaði niðurstöður sínar í morgun. Í stuttu máli segir nefndin engin mistök eða vankanntar á hinu opinbera hafi fundist sem hefðu leitt til þess að ætlanir Tarrant myndu uppgötvast, eins og bent er á í samantekt Guardian. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fjallaði um skýrsluna í morgun sagðist hún að þó að ekki hafi verið hægt að stöðva árásina hafi mistök fundist og baðst hún afsökunar á því. Hún sagði að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja allar tillögur nefndarinnar. Þar á meðal eru tillögur um að stofna nýja leyniþjónustu, Í niðurstöðum nefndarinnar segir að Tarrant hafi sýnt af sér rasisma frá unga aldri. Hann flutti til Nýja-Sjálands í ágúst 2017 og varði miklum tíma í að skipuleggja og undirbyggja hryðjuverkaárás. Hann átti enga nána vini og forðaðist viðburði. Þá segir að hann hafi fengið skotvopnaleyfi innan við þremur mánuðum eftir að hann flutti til landsins og það þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga sögu í Nýja-Sjálandi. Nefndin segir að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir umsókn hans. Brenton Harrison Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar.AP/John Kirk-Anderson Þá sagði nefndin einnig að yfirvöld Nýja Sjálands hafi lagt of mikla áherslu á varnir gegn íslamistum og mögulegum hryðjuverkum þeirra. Einnig kemur fram í skýrslu nefndarinnar að nokkrum mánuðum fyrir árásina hafi Tarrant farið á sjúkrahús eftir að hafa skotið sjálfan sig fyrir mistök. Það skotsár var ekki tilkynnt til lögreglu og segir nefndin að þörf sé á slíkum reglum. Nefndin segir einnig að Tarrant hafi misheppnast ætlunarverk sitt. Hann hafi ætlað sér að valda óreiðu og óeiningu innan Nýja-Sjálands en það hafi ekki gengið yfir. Þvert á móti hafi Ný-Sjálendingar snúið bökum saman vegna árásarinnar og staðið vörð um gildi þeirra og hvað það þýðir að búa í Nýja-Sjálandi.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03 Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03
Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42
Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09