Íslenski boltinn

Eiður Aron aftur í ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eiður Aron er kominn aftur á heimaslóðir.
Eiður Aron er kominn aftur á heimaslóðir. ÍBV

Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er snúinn aftur í raðir ÍBV. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Eyjamenn sendu út nú rétt í þessu.

Eins og allir vita er desember mánuður fagnaðarerindis og viljum við hér með flytja ykkur eitt slíkt! Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og er að flytja til Eyja með fjölskyldu sína.

Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn eins og allir vita með ÍBV en lék með Örebro, Sandnes Ulf og Holstein Kiel áður en hann sneri aftur til Íslands 2017 til að leika með Val. Hjá Val hefur hann lítið gert annað en að lyfta titlum og vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins.

Það er gríðarlega mikil ánægja með endurkomu Eiðs Arons og vill knattspyrnuráð óska honum, sem og stuðningsmönnum, til hamingju með endurkomuna! Áfram ÍBV!Eiður Aron lék alls 12 leiki með Íslandsmeisturum Vals í sumar eftir að hafa leikið 21 af 22 leikjum sumarið 2019. Hann hefur nú ákveðið að færa sig aftur á heimaslóðir. Skrifar hann undir þriggja ára samning við ÍBV sem leikur í Lengjudeildinni næsta sumar.

Eiður Aron hefur á ferli sínum leikið með ÍBV og Val hér á landi ásamt því að leika sem atvinnumaður í þremur löndum. Hann lék með Örebro í Svíþjóð, Sandnes Ulf í Noregi og Holstein Kiel í Þýskaland.

Alls á Eiður Aron að baki 194 leiki fyrir Val og ÍBV hér á landi. Hefur hann skorað í þeim átta mörk. Hann á einnig einn A-landsleik sem og sjö leiki fyrir U21 árs landslið Íslands að baki.

Tilkynning ÍBV

Eins og allir vita er desember mánuður fagnaðarerindis og viljum við hér með flytja ykkur eitt slíkt! Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og er að flytja til Eyja með fjölskyldu sína. 

Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn eins og allir vita með ÍBV en lék með Örebro, Sandnes Ulf og Holstein Kiel áður en hann sneri aftur til Íslands 2017 til að leika með Val. Hjá Val hefur hann lítið gert annað en að lyfta titlum og vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins. 

Það er gríðarlega mikil ánægja með endurkomu Eiðs Arons og vill knattspyrnuráð óska honum, sem og stuðningsmönnum, til hamingju með endurkomuna! Áfram ÍBV!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×