Fótbolti

Búið að stað­festa leikja­niður­röðun Ís­lands í undan­keppni HM 2022: Byrjum á Þýska­landi úti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísland hefur leik í undankeppni HM 2022 í Þýskalandi þann 25. mars 2021.
Ísland hefur leik í undankeppni HM 2022 í Þýskalandi þann 25. mars 2021. vísir/vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands staðfesti rétt í þessu leikjaniðuröðun fyrir undankeppni HM 2022. Ísland byrjar á sannkölluðum stórleik þann 25. mars þegar íslenska landsliðið heimsækir Þýskaland.

Segja má að undankeppnin sé þrískipt hjá íslenska liðinu. Ísland hefur undankeppnina á þremur útileikjum. Síðan koma fimm heimaleikir áður en liðið endar á tveimur útileikjum.

Undankeppnin hefst í Þýskalandi þann 25. mars og endar í Norður-Makedóníu þann 14. nóvember. Nema íslenska liðið fari í umspil um sæti á HM það er að segja.

Leikjaniðurröðun Íslands

25. mars 2021 - Þýskaland - Ísland

28. mars 2021 - Armenía - Ísland

31. mars 2021 - Liechtenstein - Ísland

2. september 2021 - Ísland - Rúmenía

5. september 2021 - Ísland - Norður Makedónía

8. september 2021 - Ísland - Þýskaland

8. október 2021 - Ísland - Armenía

11. október 2021 - Ísland - Liechtenstein

11. nóvember 2021 - Rúmenía - Ísland

14. nóvember 2021 - Norður Makedónía - Ísland


Tengdar fréttir

Guðni segir að Ís­land stefni á annað efstu sætanna

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld.

Katar verður „með“ í undan­keppni HM 2022

Katar mun taka þátt í undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar árið 2022. Þó landið sé staðsett í Asíu mun það taka þátt í undankeppni mótsins í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×