Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru bílar komnir á staðinn, en um er að ræða ruslageymslu í fjölbýlishúsi í Rjúpufelli.
Ekki liggur fyrir um umfang eldsins að svo stöddu.
Uppfært 13:45: Að sögn slökkviliðs tók ekki langan tíma að slökkva eldinn. Hann hafi verið staðbundinn en einhver reykur hafi leitað inn á stigagang.