Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 19:00 Gestur Jónsson lögmaður. Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira