Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 19:00 Gestur Jónsson lögmaður. Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira