Solaris hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 19:48 Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris. Reykjavíkurborg Fundurinn Mannréttindi á tímum Covid-19 fór fram í dag á vegum Reykjavíkurborgar og voru Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar afhent. Hjálparsamtökin Solaris hlutu verðlaunin í ár og fá 600 þúsund krónur fyrir vikið. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi“ og er markmið verðlaunanna að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin en í umsögn valnefndar segir að Solaris séu öflugur málsvari í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, bæði einstaklinga og barnafjölskyldna. „Samtökin hafa stuðlað að mikilvægri vitundarvakningu um stöðu þessa viðkvæma hóps með eftirtektarverðum árangri. Mikilvægur hornsteinn í mannréttindabaráttu er að veita raddlausum hópi rödd. Samtökin hafa staðið öðrum framar í baráttunni fyrir réttlæti fyrir fólk á flótta, að grundvallarmannréttindi þeirra séu virt og að standa vörð um mannlega reisn þeirra.“ Þá hafi samtökin átt lykilþátt í því að koma í veg fyrir brottvísun fjölda barna á flótta og stuðlað að þörfum breytingum á löggjöf. Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris, sagði verðlaunin mikilvæga viðurkenningu á starfi samtakanna. Þrjú hlutu hvatningarverðlaun Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs fóru til Brúarsmiða – miðju máls, Vettvangs- og ráðgjafateymisins (VoR) og læsis og Tæknilæsis fyrir fullorðna. Brúarsmiðir hafa unnið að því að byggja brú á milli menningarheima og styðja við foreldra af erlendum uppruna. Þá styðja brúarstarfsmenn við íslenskunám barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum og stuðla að því að börn fái viðeigandi stuðning og jöfn tækifæri til náms. Tæknilæsi fyrir fullorðna er nýsköpunarverkefni sem aðstoðar eldra fólk við tækni og eykur rafrænt aðgengi þeirra að samfélaginu. Valnefnd sagði verkefnið sporna gegn einangrun og einmanaleika og stuðla að auknu sjálfstæði einstaklinga. VoR-teymið er færanlegt vettvangsteymi sem aðstoðar heimilislaust fólk. Í umsögn valnefndar segir að teymið aðstoði fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir en veiti einstaklingsmiðaða aðstoð, stuðning og ráðgjöf. Teymið starfar meðal annars með fólki í gistiskýli, Konukoti, smáhýsum og íbúðum hugmyndafræðinnar Húsnæði fyrst. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs afhenti þrenn hvatningarverðalaun ráðsins. Ellen Calmon, fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráði afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl og blómvönd. Borgarstjórn Mannréttindi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi“ og er markmið verðlaunanna að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin en í umsögn valnefndar segir að Solaris séu öflugur málsvari í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, bæði einstaklinga og barnafjölskyldna. „Samtökin hafa stuðlað að mikilvægri vitundarvakningu um stöðu þessa viðkvæma hóps með eftirtektarverðum árangri. Mikilvægur hornsteinn í mannréttindabaráttu er að veita raddlausum hópi rödd. Samtökin hafa staðið öðrum framar í baráttunni fyrir réttlæti fyrir fólk á flótta, að grundvallarmannréttindi þeirra séu virt og að standa vörð um mannlega reisn þeirra.“ Þá hafi samtökin átt lykilþátt í því að koma í veg fyrir brottvísun fjölda barna á flótta og stuðlað að þörfum breytingum á löggjöf. Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris, sagði verðlaunin mikilvæga viðurkenningu á starfi samtakanna. Þrjú hlutu hvatningarverðlaun Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs fóru til Brúarsmiða – miðju máls, Vettvangs- og ráðgjafateymisins (VoR) og læsis og Tæknilæsis fyrir fullorðna. Brúarsmiðir hafa unnið að því að byggja brú á milli menningarheima og styðja við foreldra af erlendum uppruna. Þá styðja brúarstarfsmenn við íslenskunám barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum og stuðla að því að börn fái viðeigandi stuðning og jöfn tækifæri til náms. Tæknilæsi fyrir fullorðna er nýsköpunarverkefni sem aðstoðar eldra fólk við tækni og eykur rafrænt aðgengi þeirra að samfélaginu. Valnefnd sagði verkefnið sporna gegn einangrun og einmanaleika og stuðla að auknu sjálfstæði einstaklinga. VoR-teymið er færanlegt vettvangsteymi sem aðstoðar heimilislaust fólk. Í umsögn valnefndar segir að teymið aðstoði fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir en veiti einstaklingsmiðaða aðstoð, stuðning og ráðgjöf. Teymið starfar meðal annars með fólki í gistiskýli, Konukoti, smáhýsum og íbúðum hugmyndafræðinnar Húsnæði fyrst. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs afhenti þrenn hvatningarverðalaun ráðsins. Ellen Calmon, fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráði afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl og blómvönd.
Borgarstjórn Mannréttindi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira