Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 22:57 Pfizer-bóluefnið er sagt veita öfluga vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. AP-fréttaveitan greinir frá því að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu í kvöld með sautján atkvæðum gegn fjórum, en einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Ráðgjafanefndin telur bóluefnið vera öruggt og virki vel á fólk yfir sextán ára aldri. Lokaniðurstöðu er að vænta frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu, en verði bóluefnið samþykkt er gert ráð fyrir því að ráðist verði í umfangsmikla bólusetningu á landsvísu. Heilbrigðisstarfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum yrðu þar í fyrsta forgangshópi og almenningur myndi svo fylgja í vor. Hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum veirunnar og eru því miklar vonir bundnar við að bólusetning hefti útbreiðslu veirunnar svo um munar fljótlega eftir að hún hefst. Smitum hefur fjölgað verulega milli daga og greindust tæplega 220 þúsund Bandaríkjamenn í gær. Ráðgjafanefndinni er lýst sem nokkurskonar vísindadómstóli, þar sem bóluefnið er tekið fyrir og sérfræðingar rýna í fyrirliggjandi gögn. Dr. Dorian Fink hjá matvæla- og lyfjaeftirlitinu sagði nauðsynlegt að slík skoðun færi fram. „Almenningur krefst þess og á það skilið að umfangsmikil, heildstæð og sjálfstæð skoðun fari fram á gögnunum.“ Áætlað er að bóluefni Moderna verði tekið fyrir síðar í mánuðinum, en það var sagt veita allt að 95 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni Johnson & Johnson eru einnig á áætlun, sem og bóluefni AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02 Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46 Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu í kvöld með sautján atkvæðum gegn fjórum, en einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Ráðgjafanefndin telur bóluefnið vera öruggt og virki vel á fólk yfir sextán ára aldri. Lokaniðurstöðu er að vænta frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu, en verði bóluefnið samþykkt er gert ráð fyrir því að ráðist verði í umfangsmikla bólusetningu á landsvísu. Heilbrigðisstarfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum yrðu þar í fyrsta forgangshópi og almenningur myndi svo fylgja í vor. Hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum veirunnar og eru því miklar vonir bundnar við að bólusetning hefti útbreiðslu veirunnar svo um munar fljótlega eftir að hún hefst. Smitum hefur fjölgað verulega milli daga og greindust tæplega 220 þúsund Bandaríkjamenn í gær. Ráðgjafanefndinni er lýst sem nokkurskonar vísindadómstóli, þar sem bóluefnið er tekið fyrir og sérfræðingar rýna í fyrirliggjandi gögn. Dr. Dorian Fink hjá matvæla- og lyfjaeftirlitinu sagði nauðsynlegt að slík skoðun færi fram. „Almenningur krefst þess og á það skilið að umfangsmikil, heildstæð og sjálfstæð skoðun fari fram á gögnunum.“ Áætlað er að bóluefni Moderna verði tekið fyrir síðar í mánuðinum, en það var sagt veita allt að 95 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni Johnson & Johnson eru einnig á áætlun, sem og bóluefni AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02 Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46 Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02
Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46
Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59