Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 23:05 Mastercard hefur ákveðið að slíta tengsl við Pornhub. Getty/Jakub Porzycki Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Fjallað var um málið í The New York Times fyrr í vikunni þar sem blaðamaðurinn Nicholas Kristof ásakaði síðuna um að á henni mætti finna upptökur af árásum á meðvitundarlausar konur og stelpur. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Pornhub hefur neitað ásökununum og hefur sagt að ákvörðun Mastercard „mjög svekkjandi.“ Mastercard hóf rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram. Kortafyrirtækið Visa hefur einnig hafið rannsókn á málinu og þar til niðurstaða hjá þeim liggur fyrir verður notendum síðunnar ekki mögulegt að greiða með greiðslukortum Visa. Mastercard segir í yfirlýsingu að rannsókn þess hafi leitt í ljós að ásakanirnar séu réttar. Upptökur af ofbeldisverkum sé að finna á síðunni sem brjóti í bága við reglur Mastercard. Fjármálastofnunum sem tengja Mastercard við Pornhub hafi því verið gert að slíta tengslum fyrirtækjanna. Þá segir í yfirlýsingunni að Mastercard muni hefja rannsókn á öðrum klámsíðum til þess að skera úr um hvort svipað efni sé þar að finna. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Greiðslumiðlun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjallað var um málið í The New York Times fyrr í vikunni þar sem blaðamaðurinn Nicholas Kristof ásakaði síðuna um að á henni mætti finna upptökur af árásum á meðvitundarlausar konur og stelpur. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Pornhub hefur neitað ásökununum og hefur sagt að ákvörðun Mastercard „mjög svekkjandi.“ Mastercard hóf rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram. Kortafyrirtækið Visa hefur einnig hafið rannsókn á málinu og þar til niðurstaða hjá þeim liggur fyrir verður notendum síðunnar ekki mögulegt að greiða með greiðslukortum Visa. Mastercard segir í yfirlýsingu að rannsókn þess hafi leitt í ljós að ásakanirnar séu réttar. Upptökur af ofbeldisverkum sé að finna á síðunni sem brjóti í bága við reglur Mastercard. Fjármálastofnunum sem tengja Mastercard við Pornhub hafi því verið gert að slíta tengslum fyrirtækjanna. Þá segir í yfirlýsingunni að Mastercard muni hefja rannsókn á öðrum klámsíðum til þess að skera úr um hvort svipað efni sé þar að finna.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Greiðslumiðlun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira