Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2020 13:48 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember. Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina, samanber reglugerð þar að lútandi. Tryggðir hafa verið samningar af Íslands hálfu við tvo bóluefnaframleiðendur, Pfizer og AstraZeneca, og sá þriðji er í burðarliðnum, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningu frá 3. desember kom fram að fyrir lægju drög að samningi við lyfjafyrirtækin Moderna og Janssen (Johnson & Johnson). Samtals tryggja samningarnir þrír bóluefni fyrir rúmlega 280.000 einstaklinga en komið hefur fram að bólusetja þurfi allt að 250 þúsund manns hér á landi til að ná hjarðónæmi. Áætlun og tölvukerfi í burðarliðnum Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja og samræma bólusetningu á landsvísu og stefnt er að því að birta áætlun um bólusetningu í næstu viku. Í áætluninni munu m.a. koma fram upplýsingar um forgangsröðun við bólusetningu, hvar bólusetning mun fara fram með hliðsjón af því magni sem berst hverju sinni, hvernig fólk verður boðað í bólusetningu og skráning þess. Þá er nú þegar farið að setja inn upplýsingar um bólusetningu á vefinn Covid.is og fyrirhugað er að kynna skipulag bólusetningar þar þegar áætlun liggur fyrir. Einnig er unnið að þróun á tölvukerfi til að styðja við bólusetningar. Kerfið byggir á því kerfi sem þróað hefur verið fyrir skimun á landamærum en er núna notað fyrir nær allar Covid-sýnatökur hér á landi. Kerfið verður notað til að bjóða stærri hópum í bólusetningu með skilaboðum í Heilsuveru og strikamerkjum. Kerfið mun einnig styðja við utanumhald stærri og smærri forgangshópa. Áætlað er að fyrsta útgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar þriðjudaginn 15. desember nk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember. Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina, samanber reglugerð þar að lútandi. Tryggðir hafa verið samningar af Íslands hálfu við tvo bóluefnaframleiðendur, Pfizer og AstraZeneca, og sá þriðji er í burðarliðnum, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningu frá 3. desember kom fram að fyrir lægju drög að samningi við lyfjafyrirtækin Moderna og Janssen (Johnson & Johnson). Samtals tryggja samningarnir þrír bóluefni fyrir rúmlega 280.000 einstaklinga en komið hefur fram að bólusetja þurfi allt að 250 þúsund manns hér á landi til að ná hjarðónæmi. Áætlun og tölvukerfi í burðarliðnum Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja og samræma bólusetningu á landsvísu og stefnt er að því að birta áætlun um bólusetningu í næstu viku. Í áætluninni munu m.a. koma fram upplýsingar um forgangsröðun við bólusetningu, hvar bólusetning mun fara fram með hliðsjón af því magni sem berst hverju sinni, hvernig fólk verður boðað í bólusetningu og skráning þess. Þá er nú þegar farið að setja inn upplýsingar um bólusetningu á vefinn Covid.is og fyrirhugað er að kynna skipulag bólusetningar þar þegar áætlun liggur fyrir. Einnig er unnið að þróun á tölvukerfi til að styðja við bólusetningar. Kerfið byggir á því kerfi sem þróað hefur verið fyrir skimun á landamærum en er núna notað fyrir nær allar Covid-sýnatökur hér á landi. Kerfið verður notað til að bjóða stærri hópum í bólusetningu með skilaboðum í Heilsuveru og strikamerkjum. Kerfið mun einnig styðja við utanumhald stærri og smærri forgangshópa. Áætlað er að fyrsta útgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar þriðjudaginn 15. desember nk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31