Handbolti

Svein­björn bjargaði stigi í fyrsta leik Rúnars, átta ís­lensk mörk í Sví­þjóð og spenna í Dan­mörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Sigtryggsson er hann stýrði Balingen.
Rúnar Sigtryggsson er hann stýrði Balingen. vísir/getty

Margir íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í kvöld en leikið var í bæði þýska, danska og sænska handboltanum í kvöld.

Rúnar Sigtrygsson stýrði sínum fyrsta leik með Aue í þýsku B-deildinni í handbolta en Rúnar tók tímabundið við liðinu á dögunum vegna veikinda aðalþjálfarans.

Í dag mætti liðið Großwallstadt á heimavelli en lokatölurnar urðu 27-27 eftir að Aue var 17-12 yfir í hálfleik. Aue jöfnuðu metin níu sekúndum fyrir leikslok og Sveinbjörn Pétursson varði lokaskot Großwallstadt.

Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði þrjú mörk fyrir Aue og Sveinbjörn Pétursson stóð vaktina í markinu en Aue er í 5. sæti deildarinnar.

Kristianstad rúllaði yfir Hallby í Svíþjóð. Lokatölur urðu nítján marka sigur Íslendingaliðsins, 38-19. Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk en Ólafur Guðmundsson bætti við þremur mörkum. Liðið er í 6. sætinu.

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Kolding unnu eins marks sigur á Mors-Thy í danska boltanum, 28-27, eftir að hafa verið 16-14 yfir í hálfleik. Kolding er í 6. sætinu með sautján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×