Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2020 22:35 Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Egill Aðalsteinsson Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. Miðað við aflann úr fiskeldinu í Dýrafirði ætti Þingeyri að upplifa stærra blómaskeið en var þegar togararnir voru tveir. „Það er verið að tala um tíu þúsund tonn hérna í firðinum,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, í fréttum Stöðvar 2. Frá Þingeyri við Dýrafjörð.Egill Aðalsteinsson „Sléttanes og Framnes, sem voru hér áður, voru með heildarárskvóta átta þúsund tonn. Þeir eru með tíu þúsund tonn hérna, laxeldið hérna í firðinum. Það er ekkert smotterí.“ -Það er að skaffa meiri afla heldur en togararnir tveir gerðu til samans? „Nákvæmlega,“ segir Sigmundur. Fjórir þjónustubátar eru gerðir út frá Þingeyri til að sinna fiskeldi Arctic Fish, sem skapar tíu manns atvinnu á staðnum. Formaður íbúasamtakanna vill að nærsamfélagið fái meira. Hann vill sjá gjöld á fiskeldisfyrirtækin fyrir að nota firðina. „Að þeir greiði gjöld til samfélagsins.“ -Og þá til sveitarfélaganna? „Þá er ég að tala um til sveitarfélaganna." Fiskeldisbáturinn Hafnarnes við bryggju á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Og eins og þetta er í dag þá fer allur afli héðan til Bíldudals í vinnslu. Það er annað sveitarfélag. Þeir fá að landa og þeir fá fiskinn. Ekki Ísafjarðarbær. Ísafjarðarbær skaffar aðstöðuna fyrir þá hérna. Það er náttúrlega mikil vinnsla í kringum þetta allt saman hér. En við viljum sjá miklu, miklu meira. Ég hefði helst viljað vinna þetta allt hérna heima,“ segir formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi hefur verið lýst sem stærsta tækifæri Vestfjarða til að snúa við byggðaþróun. Fiskeldi Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Skattar og tollar Byggðamál Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Miðað við aflann úr fiskeldinu í Dýrafirði ætti Þingeyri að upplifa stærra blómaskeið en var þegar togararnir voru tveir. „Það er verið að tala um tíu þúsund tonn hérna í firðinum,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, í fréttum Stöðvar 2. Frá Þingeyri við Dýrafjörð.Egill Aðalsteinsson „Sléttanes og Framnes, sem voru hér áður, voru með heildarárskvóta átta þúsund tonn. Þeir eru með tíu þúsund tonn hérna, laxeldið hérna í firðinum. Það er ekkert smotterí.“ -Það er að skaffa meiri afla heldur en togararnir tveir gerðu til samans? „Nákvæmlega,“ segir Sigmundur. Fjórir þjónustubátar eru gerðir út frá Þingeyri til að sinna fiskeldi Arctic Fish, sem skapar tíu manns atvinnu á staðnum. Formaður íbúasamtakanna vill að nærsamfélagið fái meira. Hann vill sjá gjöld á fiskeldisfyrirtækin fyrir að nota firðina. „Að þeir greiði gjöld til samfélagsins.“ -Og þá til sveitarfélaganna? „Þá er ég að tala um til sveitarfélaganna." Fiskeldisbáturinn Hafnarnes við bryggju á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Og eins og þetta er í dag þá fer allur afli héðan til Bíldudals í vinnslu. Það er annað sveitarfélag. Þeir fá að landa og þeir fá fiskinn. Ekki Ísafjarðarbær. Ísafjarðarbær skaffar aðstöðuna fyrir þá hérna. Það er náttúrlega mikil vinnsla í kringum þetta allt saman hér. En við viljum sjá miklu, miklu meira. Ég hefði helst viljað vinna þetta allt hérna heima,“ segir formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi hefur verið lýst sem stærsta tækifæri Vestfjarða til að snúa við byggðaþróun.
Fiskeldi Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Skattar og tollar Byggðamál Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11