Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 17:11 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line. Stöð 2/ Egill Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. „Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“ Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira