„Ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda og almannavarna í baráttunni gegn Covid-19 hafi verið mjög skýr. Hann viti ekki hvernig hægt hefði verið að orða hlutina skýrar en segir það alveg örugglega rannsóknarverkefni hvernig best sé að koma skilaboðum til fólks í faraldri sem þessum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort hann teldi fólk nú leyfa sér meira því það hefði minni áhyggjur eða hvort það væru skilaboðin sem væru ómarkviss að því leyti að staðan væri góð en yfirvöld hafi áhyggjur af framhaldinu. Var spurningin í samhengi við þá staðreynd að fólk er töluvert á ferðinni núna sem sést til dæmis á umferðinni og fjölda fólks í verslunarmiðstöðvum og miðbænum um helgina. „Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er kannski aðeins farið að slaka á. Ég held að skilaboðin okkar hafi verið mjög skýr, ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar. Við erum að biðla til fólks að hegða sér á ákveðinn máta og gera fólki grein fyrir því að faraldurinn gæti farið á skrið eftir um það bil eina viku ef fólk gætir ekki að sér. En þetta er alveg örugglega rannsóknarverkefni sem þyrfti að skera úr um, hvernig er best að koma skilaboðum til fólks,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri heldur ekki góð leið að mála myndina einhvern veginn öðruvísi en hún væri. „Maður verður bara að vera sanngjarn í þeirri túlkun sem tölurnar eru að segja okkur en þetta er til umhugsunar, það er alveg hárrétt.“ Á leið út úr þessari bylgju en lítið má út af bregða Í framsögu sinni á fundinum sagði Þórólfur faraldurinn haldast ágætlega niðri vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem eru í gangi og samstöðu almennings. Ljóst væri að við værum að komast út úr þessari bylgju en hins vegar þyrfti lítið til að hópsýkingar kæmu upp og myndu þá valda annarri bylgju. „Það er sérstaklega rétt að vara við því í ljósi þeirrar tíðar sem nú fer í hönd og líka í ljósi þeirra frétta sem bárust frá liðinni helgi að svo virðist sem sumir í samfélaginu hafi ekki farið að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld. Það er rétt að minna á það að það eru akkúrat slíkar samkomur sem hafa verið uppsprettan að þeim faraldri sem við höfum verið að fá fást við nú til þessa, eða allavega ein af þeim uppsprettum,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti því alla eftir sem áður til þess að forðast hópamyndir og fara eftir leiðbeiningum svo það kæmi ekki önnur bylgja um jól og áramót. Þá ræddi hann einnig um þann aukna fjölda fólks sem er að koma til landsins þessa dagana en Íslendingar búsettir erlendis, til dæmis námsmenn, tínast nú heim til þess að verja jólum og áramótum hér. Þórólfur sagði þennan aukna fjölda ákveðið áhyggjuefni og minnti á mikilvægi þess að allir fari í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum og haldi sóttkví þar til skimun númer tvö hefur farið fram og niðurstaða liggur fyrir. „Ég vil biðla til landsmanna að leiðbeina þeim sem hingað koma og árétta að fylgt sé öllum reglum um ferðalög sem hér gilda,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hann viti ekki hvernig hægt hefði verið að orða hlutina skýrar en segir það alveg örugglega rannsóknarverkefni hvernig best sé að koma skilaboðum til fólks í faraldri sem þessum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort hann teldi fólk nú leyfa sér meira því það hefði minni áhyggjur eða hvort það væru skilaboðin sem væru ómarkviss að því leyti að staðan væri góð en yfirvöld hafi áhyggjur af framhaldinu. Var spurningin í samhengi við þá staðreynd að fólk er töluvert á ferðinni núna sem sést til dæmis á umferðinni og fjölda fólks í verslunarmiðstöðvum og miðbænum um helgina. „Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er kannski aðeins farið að slaka á. Ég held að skilaboðin okkar hafi verið mjög skýr, ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar. Við erum að biðla til fólks að hegða sér á ákveðinn máta og gera fólki grein fyrir því að faraldurinn gæti farið á skrið eftir um það bil eina viku ef fólk gætir ekki að sér. En þetta er alveg örugglega rannsóknarverkefni sem þyrfti að skera úr um, hvernig er best að koma skilaboðum til fólks,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri heldur ekki góð leið að mála myndina einhvern veginn öðruvísi en hún væri. „Maður verður bara að vera sanngjarn í þeirri túlkun sem tölurnar eru að segja okkur en þetta er til umhugsunar, það er alveg hárrétt.“ Á leið út úr þessari bylgju en lítið má út af bregða Í framsögu sinni á fundinum sagði Þórólfur faraldurinn haldast ágætlega niðri vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem eru í gangi og samstöðu almennings. Ljóst væri að við værum að komast út úr þessari bylgju en hins vegar þyrfti lítið til að hópsýkingar kæmu upp og myndu þá valda annarri bylgju. „Það er sérstaklega rétt að vara við því í ljósi þeirrar tíðar sem nú fer í hönd og líka í ljósi þeirra frétta sem bárust frá liðinni helgi að svo virðist sem sumir í samfélaginu hafi ekki farið að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld. Það er rétt að minna á það að það eru akkúrat slíkar samkomur sem hafa verið uppsprettan að þeim faraldri sem við höfum verið að fá fást við nú til þessa, eða allavega ein af þeim uppsprettum,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti því alla eftir sem áður til þess að forðast hópamyndir og fara eftir leiðbeiningum svo það kæmi ekki önnur bylgja um jól og áramót. Þá ræddi hann einnig um þann aukna fjölda fólks sem er að koma til landsins þessa dagana en Íslendingar búsettir erlendis, til dæmis námsmenn, tínast nú heim til þess að verja jólum og áramótum hér. Þórólfur sagði þennan aukna fjölda ákveðið áhyggjuefni og minnti á mikilvægi þess að allir fari í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum og haldi sóttkví þar til skimun númer tvö hefur farið fram og niðurstaða liggur fyrir. „Ég vil biðla til landsmanna að leiðbeina þeim sem hingað koma og árétta að fylgt sé öllum reglum um ferðalög sem hér gilda,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira