Hvetur fólk til að fylgjast með Portúgala sem á í vandræðum með hugarreikninginn á HM í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2020 11:32 Peter Wright lyftir heimsmeistarabikarnum á loft eftir að hafa unnið Michael van Gerwen í úrslitaleik HM í pílukasti í fyrra. getty/Alex Davidson Jólahátíðin hefst í dag hjá aðdáendum pílukasts um víða veröld en þá hefst heimsmeistaramótið í greininni í Alexandra Palace í London. Líkt og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport beint frá HM í pílukasti. „Nú er veislan að hefjast. Þetta er eina ástæðan til að hlakka til jólanna, að þá er HM í pílukasti. Jólin hjá mér hafa fengið allt aðra þýðingu eftir að maður byrjaði að fylgjast með þessu,“ sagði Matthías Örn Friðriksson, Íslandsmeistarinn í pílukasti, í samtali við Vísi. Hann hefur farið einu sinni á HM í pílukasti og fékk þá að vera baksviðs og fylgjast með keppendum í návígi. Og þá hitti hann líka goðið sitt, Skotann Gary Anderson, sem varð heimsmeistari 2015 og 2016. Matthías Örn Friðriksson og Iain Williamson, fyrrverandi samherji hans í fótboltaliði Grindavíkur, ásamt Gary Anderson.úr einkasafni „Við fengum meira baksviðs passa og ég hitti átrúnaðargoðið, Gary Anderson, og fengum að vera þar sem keppendurnir hituðu upp. Það var alveg magnað.“ Peter „Snakebite“ Wright á titil að verja en hann vann Michael van Gerwen í úrslitaleiknum á HM á síðasta ári, 7-3. Wright hefur leik á morgun en hann mætir sigurvegaranum úr viðureign Steve West og Amit Gilitwala. Aðspurður um þá sem þykja líklegir til afreka nefnir Matthías þá Wright og Van Gerwen og hinn umdeilda Gerwyn Price. „Samkvæmt veðbönkum er Peter Wright ekki líklegastur til að vinna en hefur spilað vel. Það eru tveir til þrír sem eru búnir að vera betri en hann. Það er Michael van Gerwen, Gerwyn Price og svo er Portúgali sem heitir José de Sousa,“ sagði Matthías en Sousa þessi er númer fjórtán á heimslistanum og hefur spilað vel að undanförnu. José de Sousa gæti farið langt á HM ef spá Matthíasar rætist.getty/Alex Davidson Sousa er nokkuð óhefðbundinn spilari, meðal annars því hann á stundum í vandræðum með hugarreikninginn sem fylgir pílukastinu. „Hann hefur verið hrikalega öflugur síðustu mánuði og vann eitt stórmót fyrir stuttu síðan þannig að hann er alveg rauðglóandi. Versta við hann er að reikningurinn er ekki alveg upp á tíu. En það gerir hann enn skemmtilegri. Stundum kastar hann í reiti sem hann á ekkert að kasta í. Hann aldist upp við spila „soft tip“ með plastpílur og plastspjald þar sem leikreglurnar eru allt aðrar og hugarreikningurinn lítil Ég hvet fólk til að fylgjast með honum,“ sagði Matthías. Hann segir að sinn maður, Gary Anderson, hafi átt erfitt uppdráttar að undanförnu og sé ekkert sérstaklega líklegur til afreka. Matthías segir hins vegar að Michael Smith, sem komst í úrslit HM 2019, gæti gert rósir á HM í ár. „Minn maður hefur verið í basli og glímt við hné- og bakmeiðsli. Hann hefur unnið tvisvar og ég myndi elska að hann tæki þriðja titilinn en sé það ekki gerast. Svo eru ungir strákar eins og Michael Smith. Hann er alltof góður til að vera ekki búinn að vinna stóran titil. Hann á eftir að taka þetta skref, að vinna stóran titil. Hann er hrikalega góður.“ Fallon Sherrock vakti athygli heimsbyggðarinnar fyrir frammistöðu sína á HM í fyrra.getty/Jordan Mansfield Fallon Sherrock stal senunni á HM í fyrra. Hún vann tvær viðureignir, fyrst kvenna, og vakti mikla athygli. Hún komst ekki á HM í ár en þar verða tvær konur; reynsluboltarnir Lisa Ashton og Deta Hedman. „Þær geta alveg gert eitthvað en ég reikna ekki með að þær fari mjög langt. En það sem Sherrock gerði var að sýna að þetta er hægt. Konurnar geta þetta alveg og þurfa bara að trúa á sig,“ sagði Matthías. Bein útsending frá fyrsta degi HM í pílukasti hefst klukkan 17:45 í dag. Mótið verður alltaf sýnt á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
„Nú er veislan að hefjast. Þetta er eina ástæðan til að hlakka til jólanna, að þá er HM í pílukasti. Jólin hjá mér hafa fengið allt aðra þýðingu eftir að maður byrjaði að fylgjast með þessu,“ sagði Matthías Örn Friðriksson, Íslandsmeistarinn í pílukasti, í samtali við Vísi. Hann hefur farið einu sinni á HM í pílukasti og fékk þá að vera baksviðs og fylgjast með keppendum í návígi. Og þá hitti hann líka goðið sitt, Skotann Gary Anderson, sem varð heimsmeistari 2015 og 2016. Matthías Örn Friðriksson og Iain Williamson, fyrrverandi samherji hans í fótboltaliði Grindavíkur, ásamt Gary Anderson.úr einkasafni „Við fengum meira baksviðs passa og ég hitti átrúnaðargoðið, Gary Anderson, og fengum að vera þar sem keppendurnir hituðu upp. Það var alveg magnað.“ Peter „Snakebite“ Wright á titil að verja en hann vann Michael van Gerwen í úrslitaleiknum á HM á síðasta ári, 7-3. Wright hefur leik á morgun en hann mætir sigurvegaranum úr viðureign Steve West og Amit Gilitwala. Aðspurður um þá sem þykja líklegir til afreka nefnir Matthías þá Wright og Van Gerwen og hinn umdeilda Gerwyn Price. „Samkvæmt veðbönkum er Peter Wright ekki líklegastur til að vinna en hefur spilað vel. Það eru tveir til þrír sem eru búnir að vera betri en hann. Það er Michael van Gerwen, Gerwyn Price og svo er Portúgali sem heitir José de Sousa,“ sagði Matthías en Sousa þessi er númer fjórtán á heimslistanum og hefur spilað vel að undanförnu. José de Sousa gæti farið langt á HM ef spá Matthíasar rætist.getty/Alex Davidson Sousa er nokkuð óhefðbundinn spilari, meðal annars því hann á stundum í vandræðum með hugarreikninginn sem fylgir pílukastinu. „Hann hefur verið hrikalega öflugur síðustu mánuði og vann eitt stórmót fyrir stuttu síðan þannig að hann er alveg rauðglóandi. Versta við hann er að reikningurinn er ekki alveg upp á tíu. En það gerir hann enn skemmtilegri. Stundum kastar hann í reiti sem hann á ekkert að kasta í. Hann aldist upp við spila „soft tip“ með plastpílur og plastspjald þar sem leikreglurnar eru allt aðrar og hugarreikningurinn lítil Ég hvet fólk til að fylgjast með honum,“ sagði Matthías. Hann segir að sinn maður, Gary Anderson, hafi átt erfitt uppdráttar að undanförnu og sé ekkert sérstaklega líklegur til afreka. Matthías segir hins vegar að Michael Smith, sem komst í úrslit HM 2019, gæti gert rósir á HM í ár. „Minn maður hefur verið í basli og glímt við hné- og bakmeiðsli. Hann hefur unnið tvisvar og ég myndi elska að hann tæki þriðja titilinn en sé það ekki gerast. Svo eru ungir strákar eins og Michael Smith. Hann er alltof góður til að vera ekki búinn að vinna stóran titil. Hann á eftir að taka þetta skref, að vinna stóran titil. Hann er hrikalega góður.“ Fallon Sherrock vakti athygli heimsbyggðarinnar fyrir frammistöðu sína á HM í fyrra.getty/Jordan Mansfield Fallon Sherrock stal senunni á HM í fyrra. Hún vann tvær viðureignir, fyrst kvenna, og vakti mikla athygli. Hún komst ekki á HM í ár en þar verða tvær konur; reynsluboltarnir Lisa Ashton og Deta Hedman. „Þær geta alveg gert eitthvað en ég reikna ekki með að þær fari mjög langt. En það sem Sherrock gerði var að sýna að þetta er hægt. Konurnar geta þetta alveg og þurfa bara að trúa á sig,“ sagði Matthías. Bein útsending frá fyrsta degi HM í pílukasti hefst klukkan 17:45 í dag. Mótið verður alltaf sýnt á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira