Opið bréf til Jon Bon Jovi Arna Pálsdóttir skrifar 15. desember 2020 09:30 Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar