Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 06:59 Viðbúnaður hefur verið aukinn og nýjar reglur tekið gildi eftir aukinn fjölda smita í Bretlandi. epa/Andy Rain Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Frá þessu greinir Guardian og hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Að sögn Chris Witty, aðal heilbrigðisráðgjafa stjórnvalda, er ekkert sem bendir til þess að nýja afbrigðið sé hættulegra en önnur og það finnist við hefðbundna skimun. Þá sagði hann í gær að uppgötvun þess væri ekki ástæða aukins viðbúnaðar vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt Guardian segja vísindamenn að koma muni í ljós hvort uppgötvun nýja afbrigðisins muni hafa áhrif á bólusetningar. Wendy Barcley, prófessor við Imperial College London og meðlimur ráðgjafahóps ríkisstjórnarinnar í neyðartilvikum (SAGE) segir afbrigðið búa yfir stökkbreytingum á svokölluðum bindiprótínum en mörg bóluefnanna virka einmitt á umrædd prótín. Hún segir rannsóknir á næstu vikum munu leiða í ljós hvort stökkbreytingarnar hafa áhrif á virkni bóluefnanna. „Þetta er mögulega alvarlegt; eftirlit og rannsóknir verða að halda áfram og við verðum að taka nauðsynleg skref til að vera á undan veirunni,“ sagði Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sagði stofnunina eiga í samskiptum við breska sérfræðinga vegna afbrigðisins en enn sem komið er benti ekkert til þess að það hegðaði sér öðruvísi. Frétt Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian og hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Að sögn Chris Witty, aðal heilbrigðisráðgjafa stjórnvalda, er ekkert sem bendir til þess að nýja afbrigðið sé hættulegra en önnur og það finnist við hefðbundna skimun. Þá sagði hann í gær að uppgötvun þess væri ekki ástæða aukins viðbúnaðar vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt Guardian segja vísindamenn að koma muni í ljós hvort uppgötvun nýja afbrigðisins muni hafa áhrif á bólusetningar. Wendy Barcley, prófessor við Imperial College London og meðlimur ráðgjafahóps ríkisstjórnarinnar í neyðartilvikum (SAGE) segir afbrigðið búa yfir stökkbreytingum á svokölluðum bindiprótínum en mörg bóluefnanna virka einmitt á umrædd prótín. Hún segir rannsóknir á næstu vikum munu leiða í ljós hvort stökkbreytingarnar hafa áhrif á virkni bóluefnanna. „Þetta er mögulega alvarlegt; eftirlit og rannsóknir verða að halda áfram og við verðum að taka nauðsynleg skref til að vera á undan veirunni,“ sagði Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sagði stofnunina eiga í samskiptum við breska sérfræðinga vegna afbrigðisins en enn sem komið er benti ekkert til þess að það hegðaði sér öðruvísi. Frétt Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira