Fótbolti

Vill fram­lengja við Messi en segir að hann þurfi að lækka sig í launum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samningur Messi rennur út næsta sumar svo það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Samningur Messi rennur út næsta sumar svo það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Diego Souto/Getty

Emili Rousaud, sem vill verða næsti forseti Barcelona, vill eðlilega framlengja samninginn sinn við Lionel Messi — en segir að hann þurfi að lækka sig í launum.

Það eru forsetakosningar í Barcelona þann 24. janúar og þeir sem eru að bjóða sig fram eru þessa daganna að skýra frá sinni sýn. Einn þeirra er Emili Rousaud og hann er með skýra sýn hvað varðar Messi.

„Í þessari stöðu sem félagið er í getur Messi eðlilega ekki haldið sömu launum. Það gengur bara ekki upp og við verðum að ná samkomulagi um eitthvað annað,“ sagði hann til AS.

„Við munum segja honum frá spennandi verkefni og það eru margir hlutir sem koma til að breytast. Það er mikilvægt að meðlimir félagsins velja með höfðinu í stað hjartans.“

„Verkefni okkar er einnig mikilvægt því við ætlum að byggja upp liðið að nýju. Þannig getum við einnig hjálpað fjárhagnum. Til þess að gera það munum við ná í einn besta yfirmann knattspyrnumála í heimi og svo tvær súperstjörnur sem passar inn í leikstílinn og með ungu leikmennina sem við höfum í félaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×