„Mega frjáls um fjöllin ríða“ Margeir Ingólfsson skrifar 15. desember 2020 21:01 Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja. Síðan kom orkuvinnsla og fólk fór að fara um hálendið sér til heilsubótar, ánægju og yndisauka, ýmist gangandi, ríðandi, akandi, hjólandi eða á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Fram að þessu hefur eitt ekki útilokað annað, þ.e. allir geta notið hálendisins á eigin forsendum og haft frelsi til þess. Það er einmitt þetta frelsi óbyggðanna sem hefur heillað svo marga. Öll erum við náttúruunnendur og náttúruverndarsinnar þó svo við höfum ólíkar skoðanir á nýtingu hálendisins. Margs konar nýting hálendisins getur vel farið saman og einn hópur á ekki að geta útilokað annan þegar að því kemur. Verðmæti hálendisins á hverjum tíma hefur falist í nýtingarmöguleikum hverrar kynslóðar. Hálendið hefur verið öllum opið og þar hafa gilt almennar leikreglur í landinu (lög og reglur) og allir getað vel við unað í sátt og samlyndi. Ég fór ungur að fara inn á hálendið, fyrst ríðandi en síðar akandi. Í einni af mínum fyrstu ferðum lærði ég vísu sem endar svo: „mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða.“ Er þetta ekki inntakið í þessu öll, þ.e. frelsið og frelsistilfinningin á fjöllum en það hafði engum dottið í hug að skerða það á þeim rúmu 1.100 árum sem liðin eru síðan Ísland byggðist. Nú eru blikur á lofti en hópur fólks undir forustu Guðmundar Inga Guðbrandssonar eru að gera tilraun til þess að loka hálendinu og þar með þriðjungi landsins inni í ríkisstofnun með tilheyrandi bönnum og frelsisskerðingu. Reynt er að pakka þessu inn í fallegar umbúðir fyrir þau sem ekki þekkja til og kalla Þjóðgarð. Í dag er þetta land þjóðlenda sem allir geta notið, hver á sinn hátt og á sínum forsendum. Með þjóðgarði er aftur á móti verið á stofnanavæða hálendið með endalausum boðum og bönnum, ég tala nú ekki um blessaða gjaldtökuna. Þar fyrir utan eru öll völd færð í hendur eins manns, umhverfisráðherra. Þau sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði tala mikið um hvað stjórnkerfi garðsins verði lýðræðislegt, en skoðum frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er það umdæmisráð, stjórn og síðan umhverfisráðherra sem munu fara með völdin í þjóðgarðinum. Umdæmisráðin eru „stjórn til ráðgjafar“, „gera tillögu til stjórnar“, „eiga samstarf við“, „fjalla um umsóknir“ og „koma að undirbúningi“. Það var hér sem „lýðræðið“ átti að koma inn en þessi umdæmisráð munu ekki ráða neinu og eru þarna bara til skrauts. Þá er það stjórnin en hún á að halda utan um reksturinn og gera áætlanir í samræmi við markmið garðsins að því gefnu að þau geri eins og umhverfisráðherra vill. Það kemur fram í 10. gr frumvarpsins að ef umhverfisráðherra líkar ekki það sem stjórnin gerir eða samþykkir þá getur hann rekið stjórnina, eða eins og það er kallað „fellt skipun stjórnar úr gildi“. Þetta er sem sagt alræði umhverfisráðherra yfir þriðjungi landsins, ráðherra sem í dag er ekki einu sinni lýðræðislega kosinn heldur færðu vinir hans í VG honum þetta starf. Ef einhver er í vafa um það hvernig Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun beita þessu valdi, þá þarf ekki annað en að skoða hans fyrri störf sem framkvæmdarstjóri Landverndar. Í mínum huga hefur enginn, hvorki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steingrímur J. Sigfússon né nokkur annar leyfi til að taka hálendið af þjóðinni á þennan hátt. Þetta er ekkert annað en tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ sem við verðum að stöðva. Eitt af slagorðum þeirra sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði er „að við megum ekki taka neina ákvörðun um nýtingu hálendisins því það sé komandi kynslóða að gera það“. Með sömu rökum má segja að það væri glapræði að stofna þjóðgarð á þriðjungi Íslands þar sem hann kemur í veg fyrir svo margs konar nýtingu á hálendinu um aldur og ævi og tökum þar með af komandi kynslóðum möguleikann til nýtingar á þeirra forsendum. Hvort sem það er orkuvinnsla, útivist eða bara eitthvað allt annað sem við getum engan veginn séð fyrir í dag. Eins og kom fram hér að ofan þá felast verðmæti hálendisins í nýtingu hverrar kynslóðar og við höfum engar forsendur til að sjá fyrir hvernig afkomendur okkar vilji hafa hlutina eftir t.d. 100 ár. Ég óska þess svo sannarlega að mínir afkomendur „mega frjáls um fjöllin ríða“ , en það verður ekki í boði innan þjóðgarðs. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja. Síðan kom orkuvinnsla og fólk fór að fara um hálendið sér til heilsubótar, ánægju og yndisauka, ýmist gangandi, ríðandi, akandi, hjólandi eða á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Fram að þessu hefur eitt ekki útilokað annað, þ.e. allir geta notið hálendisins á eigin forsendum og haft frelsi til þess. Það er einmitt þetta frelsi óbyggðanna sem hefur heillað svo marga. Öll erum við náttúruunnendur og náttúruverndarsinnar þó svo við höfum ólíkar skoðanir á nýtingu hálendisins. Margs konar nýting hálendisins getur vel farið saman og einn hópur á ekki að geta útilokað annan þegar að því kemur. Verðmæti hálendisins á hverjum tíma hefur falist í nýtingarmöguleikum hverrar kynslóðar. Hálendið hefur verið öllum opið og þar hafa gilt almennar leikreglur í landinu (lög og reglur) og allir getað vel við unað í sátt og samlyndi. Ég fór ungur að fara inn á hálendið, fyrst ríðandi en síðar akandi. Í einni af mínum fyrstu ferðum lærði ég vísu sem endar svo: „mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða.“ Er þetta ekki inntakið í þessu öll, þ.e. frelsið og frelsistilfinningin á fjöllum en það hafði engum dottið í hug að skerða það á þeim rúmu 1.100 árum sem liðin eru síðan Ísland byggðist. Nú eru blikur á lofti en hópur fólks undir forustu Guðmundar Inga Guðbrandssonar eru að gera tilraun til þess að loka hálendinu og þar með þriðjungi landsins inni í ríkisstofnun með tilheyrandi bönnum og frelsisskerðingu. Reynt er að pakka þessu inn í fallegar umbúðir fyrir þau sem ekki þekkja til og kalla Þjóðgarð. Í dag er þetta land þjóðlenda sem allir geta notið, hver á sinn hátt og á sínum forsendum. Með þjóðgarði er aftur á móti verið á stofnanavæða hálendið með endalausum boðum og bönnum, ég tala nú ekki um blessaða gjaldtökuna. Þar fyrir utan eru öll völd færð í hendur eins manns, umhverfisráðherra. Þau sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði tala mikið um hvað stjórnkerfi garðsins verði lýðræðislegt, en skoðum frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er það umdæmisráð, stjórn og síðan umhverfisráðherra sem munu fara með völdin í þjóðgarðinum. Umdæmisráðin eru „stjórn til ráðgjafar“, „gera tillögu til stjórnar“, „eiga samstarf við“, „fjalla um umsóknir“ og „koma að undirbúningi“. Það var hér sem „lýðræðið“ átti að koma inn en þessi umdæmisráð munu ekki ráða neinu og eru þarna bara til skrauts. Þá er það stjórnin en hún á að halda utan um reksturinn og gera áætlanir í samræmi við markmið garðsins að því gefnu að þau geri eins og umhverfisráðherra vill. Það kemur fram í 10. gr frumvarpsins að ef umhverfisráðherra líkar ekki það sem stjórnin gerir eða samþykkir þá getur hann rekið stjórnina, eða eins og það er kallað „fellt skipun stjórnar úr gildi“. Þetta er sem sagt alræði umhverfisráðherra yfir þriðjungi landsins, ráðherra sem í dag er ekki einu sinni lýðræðislega kosinn heldur færðu vinir hans í VG honum þetta starf. Ef einhver er í vafa um það hvernig Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun beita þessu valdi, þá þarf ekki annað en að skoða hans fyrri störf sem framkvæmdarstjóri Landverndar. Í mínum huga hefur enginn, hvorki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steingrímur J. Sigfússon né nokkur annar leyfi til að taka hálendið af þjóðinni á þennan hátt. Þetta er ekkert annað en tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ sem við verðum að stöðva. Eitt af slagorðum þeirra sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði er „að við megum ekki taka neina ákvörðun um nýtingu hálendisins því það sé komandi kynslóða að gera það“. Með sömu rökum má segja að það væri glapræði að stofna þjóðgarð á þriðjungi Íslands þar sem hann kemur í veg fyrir svo margs konar nýtingu á hálendinu um aldur og ævi og tökum þar með af komandi kynslóðum möguleikann til nýtingar á þeirra forsendum. Hvort sem það er orkuvinnsla, útivist eða bara eitthvað allt annað sem við getum engan veginn séð fyrir í dag. Eins og kom fram hér að ofan þá felast verðmæti hálendisins í nýtingu hverrar kynslóðar og við höfum engar forsendur til að sjá fyrir hvernig afkomendur okkar vilji hafa hlutina eftir t.d. 100 ár. Ég óska þess svo sannarlega að mínir afkomendur „mega frjáls um fjöllin ríða“ , en það verður ekki í boði innan þjóðgarðs. Höfundur er Íslendingur.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun