Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 14:03 Að minnsta kosti þrjár skriður féllu á byggðina í gær. Myndin sýnir farveg þeirra. Daníel Örn Gíslason Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. Óvissustig vegna skriðuhættu er í gildi á Austurlandi og hættustig á Seyðisfirði. Stór skriða féll síðdegis í gær úr Botnabrún utan við Nautaklauf á Seyðisfirði og olli tjóni. Nokkur hús voru rýmd undir Botnabrún í innri hluta bæjarins. Þar eru rýmingar enn í gildi, en fólk hefur fengið að fara í húsin sín undir eftirliti til þess að sækja nauðsynjar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er gert ráð fyrir að rýming verði áfram í gildi fram á morgundaginn að minnsta kosti. Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók loftmynd af byggðinni í morgun. Á myndinni, sem sjá má efst í fréttinni og birt er á vef Veðurstofunnar í dag, sést hvernig skriðurnar sem féllu í gær umlykja húsin. Haft er eftir Magna Hreini Jónssyni, sérfræðingi á ofanflóðavakt á Veðurstofunni, að þekkt sé að aurskriður falli á umræddum stöðum á Seyðisfirði í gær. Hugsanlega séu skriðurnar í gær þó með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa ekki mælt skriðurnar sem féllu en það verður gert um leið og aðstæður leyfa. Á Austfjörðum hefur verið mikil rigning síðustu vikuna og neðri hluti hlíða orðinn vatnsmettaður víða. Á Eskifirði hefur t.d. flætt vatn inn í kjallara í mörgum húsum vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Þar hafa einnig fallið smáskriður ofan í árfarvegi síðasta sólarhringinn. Á Seyðisfirði voru skruðningar í fjallinu fram á nótt. Það hægðist um eftir kl. 2 í nótt og gert er ráð fyrir því að það verði minni úrkoma í dag en verið hefur síðustu daga. Aftur á móti er spáð aukinni úrkomuákefð á nýjan leik í kvöld og verður talsverð rigning á morgun. Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04 Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Óvissustig vegna skriðuhættu er í gildi á Austurlandi og hættustig á Seyðisfirði. Stór skriða féll síðdegis í gær úr Botnabrún utan við Nautaklauf á Seyðisfirði og olli tjóni. Nokkur hús voru rýmd undir Botnabrún í innri hluta bæjarins. Þar eru rýmingar enn í gildi, en fólk hefur fengið að fara í húsin sín undir eftirliti til þess að sækja nauðsynjar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er gert ráð fyrir að rýming verði áfram í gildi fram á morgundaginn að minnsta kosti. Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók loftmynd af byggðinni í morgun. Á myndinni, sem sjá má efst í fréttinni og birt er á vef Veðurstofunnar í dag, sést hvernig skriðurnar sem féllu í gær umlykja húsin. Haft er eftir Magna Hreini Jónssyni, sérfræðingi á ofanflóðavakt á Veðurstofunni, að þekkt sé að aurskriður falli á umræddum stöðum á Seyðisfirði í gær. Hugsanlega séu skriðurnar í gær þó með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa ekki mælt skriðurnar sem féllu en það verður gert um leið og aðstæður leyfa. Á Austfjörðum hefur verið mikil rigning síðustu vikuna og neðri hluti hlíða orðinn vatnsmettaður víða. Á Eskifirði hefur t.d. flætt vatn inn í kjallara í mörgum húsum vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Þar hafa einnig fallið smáskriður ofan í árfarvegi síðasta sólarhringinn. Á Seyðisfirði voru skruðningar í fjallinu fram á nótt. Það hægðist um eftir kl. 2 í nótt og gert er ráð fyrir því að það verði minni úrkoma í dag en verið hefur síðustu daga. Aftur á móti er spáð aukinni úrkomuákefð á nýjan leik í kvöld og verður talsverð rigning á morgun.
Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04 Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37
Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04
Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36