KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. desember 2020 18:13 Úr leik hjá Fram í sumar. Þeir leika að öllum líkindum í fyrstu deild karla á næstu leiktíð - en þeir eru þó ekki hættir að berjast. vísir/vilhelm KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. Leiknir fór upp í Pepsi Max deild karla en Leiknir og Fram voru með jafn mörg stig er mótið var flautað af. Fram var hins vegar með lakari markahlutfall en Leiknir og því tók Leiknir annað sætið í efstu deild. Framarar hafa mótmælt þessari niðurstöðu bæði til dómstóls KSÍ sem og áfrýjunardómstólsins en í bæði skiptin var kröfu þeirra vísað frá. Í yfirlýsingu Fram nefnir félagið meðal annars að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér. Nú síðdegis barst svo yfirlýsing frá KSÍ þar sem þessum ummælum er vísað á bug. Þar segir að í dómstólum KSÍ sé reynslumiklir og hæfir einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og vinni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. „“Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við. Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Leiknir fór upp í Pepsi Max deild karla en Leiknir og Fram voru með jafn mörg stig er mótið var flautað af. Fram var hins vegar með lakari markahlutfall en Leiknir og því tók Leiknir annað sætið í efstu deild. Framarar hafa mótmælt þessari niðurstöðu bæði til dómstóls KSÍ sem og áfrýjunardómstólsins en í bæði skiptin var kröfu þeirra vísað frá. Í yfirlýsingu Fram nefnir félagið meðal annars að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér. Nú síðdegis barst svo yfirlýsing frá KSÍ þar sem þessum ummælum er vísað á bug. Þar segir að í dómstólum KSÍ sé reynslumiklir og hæfir einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og vinni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. „“Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við.
Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við.
Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05
KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01
KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18