BBC segir frá því að Bulloch hafi andast á sjúkrahúsi í gær, en hann hafði glímt við Parkinson í mörg ár.
Bulloch fór með hlutverk mannaveiðarans Boba Fett í myndinunum The Empire Strikes Back frá 1980 og Return of the Jedi frá árinu 1983. Persónan hefur svo komið fyrir í Stjörnustríðsþáttum Disney, The Mandalorian.
Meðal annarra hlutverka Bulloch má nefna Smithers í James Bond myndunum Octopussy og For Your Eyes Only. Þá fór hann með hlutverk í BBC-þáttunum Doctor Who á áttunda áratugnum.
Þetta er annar Stjörnustríðleikarinn sem andast á skömmum tíma en ekki er langt síðan greint var frá láti David Prowse sem fór með hlutverk Svarthöfða í fyrstu Stjörnustríðsmyndunum, þó að hann hafi ekki ljáð illmenninu rödd sína.
Bulloch lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og tíu barnabörn.