Sóknarhugur einkennir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 18. desember 2020 13:00 Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun