Fjöldatakmarkanir eigi við innandyra sem utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2020 14:48 Áhöld voru um hvort fjöldatakmarkanir ættu við utandyra. Heilbrigðisráðuneytið hefur áréttað að þær eigi við utandyra. Vísir/Vilhelm Reglur um fjöldatakmarkanir gilda jafnt innandyra sem utandyra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Eftir að stór hópur hafði safnast saman við gluggatónleika Auðar á Laugavegi síðastliðinn laugardag var ekki ljóst hvort slíkt hópamyndun teldist beint brot gegn reglum um samkomubann á Íslandi. Sóttvarnalæknir ítrekaði hins vegar að þó niðurstaðan yrði sú að slík hópamyndun færi ekki gegn gildandi orðalagi um fjöldatakmarkanir færi hún sannarlega gegn anda þeirra reglna og tilmæla sem væru í gildi. Í reglum um fjöldatakmarkanir segir að hámarksfjöldi í hverju rými sé 10 manns. Áhöld voru þó um hvort hægt væri að skilgreina utandyra sem rými, og var til að mynda sóttvarnalæknir á því að það væri ekki einfalt mál að skera úr um það. Hvorki hann, lögreglan né almannavarnir treystu sér til að skera úr um það og var vísað á heilbrigðisráðuneytið. Fréttastofa sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn en þar segir að samkvæmt reglugerð um samkomubann þá séu öll hópamyndun umfram tíu manns óheimil, sama hvort það sé innandyra eða utandyra. Á sömu helgi og gluggatónleika Auðar fóru fram þá hélt Þjóðleikhúsið útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Var það gert í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Þjóðleikhúsið hafði sent erindi til sóttvarnasviðs embættis landlæknis og greint frá því með hvaða hætti viðburðurinn á tröppunum færi fram. Tiltekið var m.a. að leikarar væru alltaf í 2 metra fjarlægð hver frá öðrum og gæti fjarlægðar gagnvart áhorfendum. Sýnt yrði um helgar, þrisvar sinnum hvorn daginn til að dreifa áhorfendafjölda. Nóg pláss sé í kringum húsið fyrir áhorfendur og leikhópur aldrei í návígi við áhorfendur. Einnig var greint frá því að Þjóðleikhúsið yrði með starfsfólk í merktum vestum á svæðinu til að gæta að sóttvörnum og minna gesti á að halda fjarlægð sín á milli, en annars var litið svo á að gestir og gangandi væru á eigin ábyrgð á svæðinu eins og annars staðar á rölti um bæinn eða í verslunarmiðstöðvum. Var óskað eftir áliti sóttvarnasviðs á þessari framkvæmd en hvorki sóttvarnasvið né ráðuneytið taldi ástæðu til að gera það. Á hverjum viðburði voru 6 – 8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minntu á nándartakmörk, auk þess sem minnt var rækilega á að gesti gættu að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings, sem tók 15 mínútur í hvert skipti. Fjöldi gesta á hverjum viðburði var talinn hæfilegur og dreifðist vel enda svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt. Meirihluti gesta hafi verið börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur. Ákveðið hafi verið að halda kynningu í lágmarki og engar auglýsingar voru nýttar. Til að tryggja enn frekar öryggi um næstu helgi hefur verið ákveðið að gera þær umbætur á framkvæmd að fjölga sýningum enn frekar, fjölga starfsfólki í vestum og leggja meiri áherslu á að starfsfólk sé sýnilegt hinum megin við götuna, þó það sé ekki umráðasvæði leikhússins, leikhúsið bjóði upp á grímur ef einhvern vantar og bætt verður við áminningu um nálægðartakmörkun inni í dagskránni sjálfri. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Eftir að stór hópur hafði safnast saman við gluggatónleika Auðar á Laugavegi síðastliðinn laugardag var ekki ljóst hvort slíkt hópamyndun teldist beint brot gegn reglum um samkomubann á Íslandi. Sóttvarnalæknir ítrekaði hins vegar að þó niðurstaðan yrði sú að slík hópamyndun færi ekki gegn gildandi orðalagi um fjöldatakmarkanir færi hún sannarlega gegn anda þeirra reglna og tilmæla sem væru í gildi. Í reglum um fjöldatakmarkanir segir að hámarksfjöldi í hverju rými sé 10 manns. Áhöld voru þó um hvort hægt væri að skilgreina utandyra sem rými, og var til að mynda sóttvarnalæknir á því að það væri ekki einfalt mál að skera úr um það. Hvorki hann, lögreglan né almannavarnir treystu sér til að skera úr um það og var vísað á heilbrigðisráðuneytið. Fréttastofa sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn en þar segir að samkvæmt reglugerð um samkomubann þá séu öll hópamyndun umfram tíu manns óheimil, sama hvort það sé innandyra eða utandyra. Á sömu helgi og gluggatónleika Auðar fóru fram þá hélt Þjóðleikhúsið útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Var það gert í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Þjóðleikhúsið hafði sent erindi til sóttvarnasviðs embættis landlæknis og greint frá því með hvaða hætti viðburðurinn á tröppunum færi fram. Tiltekið var m.a. að leikarar væru alltaf í 2 metra fjarlægð hver frá öðrum og gæti fjarlægðar gagnvart áhorfendum. Sýnt yrði um helgar, þrisvar sinnum hvorn daginn til að dreifa áhorfendafjölda. Nóg pláss sé í kringum húsið fyrir áhorfendur og leikhópur aldrei í návígi við áhorfendur. Einnig var greint frá því að Þjóðleikhúsið yrði með starfsfólk í merktum vestum á svæðinu til að gæta að sóttvörnum og minna gesti á að halda fjarlægð sín á milli, en annars var litið svo á að gestir og gangandi væru á eigin ábyrgð á svæðinu eins og annars staðar á rölti um bæinn eða í verslunarmiðstöðvum. Var óskað eftir áliti sóttvarnasviðs á þessari framkvæmd en hvorki sóttvarnasvið né ráðuneytið taldi ástæðu til að gera það. Á hverjum viðburði voru 6 – 8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minntu á nándartakmörk, auk þess sem minnt var rækilega á að gesti gættu að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings, sem tók 15 mínútur í hvert skipti. Fjöldi gesta á hverjum viðburði var talinn hæfilegur og dreifðist vel enda svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt. Meirihluti gesta hafi verið börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur. Ákveðið hafi verið að halda kynningu í lágmarki og engar auglýsingar voru nýttar. Til að tryggja enn frekar öryggi um næstu helgi hefur verið ákveðið að gera þær umbætur á framkvæmd að fjölga sýningum enn frekar, fjölga starfsfólki í vestum og leggja meiri áherslu á að starfsfólk sé sýnilegt hinum megin við götuna, þó það sé ekki umráðasvæði leikhússins, leikhúsið bjóði upp á grímur ef einhvern vantar og bætt verður við áminningu um nálægðartakmörkun inni í dagskránni sjálfri.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“