Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 14:21 Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Getty/Epa Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. Þetta sagði sænski innanríkisráðherrann Mikael Damberg í dag. Segir hann ríkisstjórnina nú vinna að lagabreytingum til að hægt sé að kafa niður að flakinu. Estonia hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk og komust einungis 137 lífs af. Vilji stendur til að ráðast í frekari rannsóknir í kjölfar nýrra upplýsinga sem komu fram í heimildargerðarmynd sem sýnd var í haust þar sem sagt var frá áður óþekktu, fjögurra metra löngu og 1,2 metra breiðu gati á síðu skrokksins. Gatið hafði áður snúið niður að hafsbotni en vegna hreyfinga á flakinu síðustu árin er það nú orðið sýnilegt. Gatið er á stjórnborðssíðu skipsins og var bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræddu við sögðu að flest benti til að utanaðkomandi kraftur hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir höfðu sent kafbát niður að flakinu í óleyfi yfirvalda, en ekkert var minnst á gatið í skýrslu rannsóknarnefndar um slysið sem birt var árið 1997. Stjórnvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi hafa átt í samráði að undanförnu um hvernig sé best að standa að frekari rannsóknum. Damberg telur að skamman tíma ætti að taka að ná samkomulagi um nauðsynlegar lagabreytingar til að hægt sé að ráðast í frekari rannsóknir. Svíþjóð Estonia-slysið Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Þetta sagði sænski innanríkisráðherrann Mikael Damberg í dag. Segir hann ríkisstjórnina nú vinna að lagabreytingum til að hægt sé að kafa niður að flakinu. Estonia hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk og komust einungis 137 lífs af. Vilji stendur til að ráðast í frekari rannsóknir í kjölfar nýrra upplýsinga sem komu fram í heimildargerðarmynd sem sýnd var í haust þar sem sagt var frá áður óþekktu, fjögurra metra löngu og 1,2 metra breiðu gati á síðu skrokksins. Gatið hafði áður snúið niður að hafsbotni en vegna hreyfinga á flakinu síðustu árin er það nú orðið sýnilegt. Gatið er á stjórnborðssíðu skipsins og var bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræddu við sögðu að flest benti til að utanaðkomandi kraftur hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir höfðu sent kafbát niður að flakinu í óleyfi yfirvalda, en ekkert var minnst á gatið í skýrslu rannsóknarnefndar um slysið sem birt var árið 1997. Stjórnvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi hafa átt í samráði að undanförnu um hvernig sé best að standa að frekari rannsóknum. Damberg telur að skamman tíma ætti að taka að ná samkomulagi um nauðsynlegar lagabreytingar til að hægt sé að ráðast í frekari rannsóknir.
Svíþjóð Estonia-slysið Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42