Risastór skriða féll í bænum um þrjúleytið í dag. Tökumaður Stöðvar 2 á svæðinu náði skriðunni á upptöku eins og sést hér að neðan.
Almannavarnir eru að stækka rýmingarsvæði í bænum og biðja fólk sem er á rýmingarsvæði að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðini í Herðubreið eða hringja í 1717. Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út og eru á leið á vettvang svo og lögreglumenn víða af landinu.
Allar nýjustu upplýsingar af gangi mála á Seyðisfirði má finna í Vaktinni á Vísi.