Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 20:40 Glas af bóluefninu BNT162b2 frá Pfizer og BioNTech. epa/BioNTech Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. Eva De Bleeker birti verðlistann á samfélagsmiðlinum ásamt upplýsingum um hversu mikið belgísk stjórnvöld hygðust kaupa hverju bóluefni. Tístinu var fljótlega eytt en ekki eftir að einhverjir höfðu tekið skjáskot, að sögn Guardian. Lyfjafyrirtækin voru síður en svo ánægð með uppljóstrunina og talsmaður Pfizer í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg sagði trúnað ríkja um verðið samkvæmt samningnum við Evrópusambandið. Samkvæmt listanum er bóluefnið frá AstraZeneca/Oxford ódýrast en bóluefnið frá Moderna dýrast. Þetta var vitað en nákvæmar upplýsingar um verð á skammt gæti eflt samningsstöðu ríkja sem enn hafa ekki lokið viðræðum við lyfjarisana. Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur Hvað kosta bóluefnin Íslendinga? Samningaviðræður eru ekki hafnar við Sanofi og CureVac en viðræður standa yfir við Moderna. Íslenska ríkið hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 235.000 skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson, 170.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech, og 230.000 skammta af bóluefninu frá Oxford/AstraZeneca. Ef Ísland kaupir bóluefnin frá Evrópusambandinu á kostnaðarverði nemur kostnaðurinn við ofannefnd kaup samtals 640.430.000 krónum. Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir að 900 milljónum verði varið til bóluefnakaupa, bæði fyrir Íslendinga og einnig vegna þróunarsamvinnu. Í greinagerð með lögunum er gert ráð fyrir 550.000 skömmtum til að bólusetja 75% þjóðarinnar, sem var talið að myndu kosta 400 milljónir. Í útreikningum við frumvarpsgerðina var gert ráð fyrir að hver skammtur myndi kosta um fjórar evrur eða 628 krónur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Tengdar fréttir Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26 Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Eva De Bleeker birti verðlistann á samfélagsmiðlinum ásamt upplýsingum um hversu mikið belgísk stjórnvöld hygðust kaupa hverju bóluefni. Tístinu var fljótlega eytt en ekki eftir að einhverjir höfðu tekið skjáskot, að sögn Guardian. Lyfjafyrirtækin voru síður en svo ánægð með uppljóstrunina og talsmaður Pfizer í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg sagði trúnað ríkja um verðið samkvæmt samningnum við Evrópusambandið. Samkvæmt listanum er bóluefnið frá AstraZeneca/Oxford ódýrast en bóluefnið frá Moderna dýrast. Þetta var vitað en nákvæmar upplýsingar um verð á skammt gæti eflt samningsstöðu ríkja sem enn hafa ekki lokið viðræðum við lyfjarisana. Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur Hvað kosta bóluefnin Íslendinga? Samningaviðræður eru ekki hafnar við Sanofi og CureVac en viðræður standa yfir við Moderna. Íslenska ríkið hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 235.000 skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson, 170.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech, og 230.000 skammta af bóluefninu frá Oxford/AstraZeneca. Ef Ísland kaupir bóluefnin frá Evrópusambandinu á kostnaðarverði nemur kostnaðurinn við ofannefnd kaup samtals 640.430.000 krónum. Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir að 900 milljónum verði varið til bóluefnakaupa, bæði fyrir Íslendinga og einnig vegna þróunarsamvinnu. Í greinagerð með lögunum er gert ráð fyrir 550.000 skömmtum til að bólusetja 75% þjóðarinnar, sem var talið að myndu kosta 400 milljónir. Í útreikningum við frumvarpsgerðina var gert ráð fyrir að hver skammtur myndi kosta um fjórar evrur eða 628 krónur.
Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Tengdar fréttir Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26 Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26
Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48
Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41