„Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2020 10:34 Páll segir Seyðfirðinga marga kvíðna því að snúa aftur í bæinn. Vísir/Samsett Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. Páll þurfti, líkt og aðrir íbúar Seyðifsfjarðar, að yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi, þar sem ákveðið var að rýma allan bæinn vegna skriðuhættu, eftir að stórar skriður féllu á bæinn í gær með mikilli eyðileggingu. „Það gekk rosalega vel. Fólk var mjög rólegt, það var enginn æsingur. Fólk sýndi þolinmæði og gerði bara það sem það þurfti að gera,“ segir Páll í samtali við fréttastofu um rýmingaraðgerðir gærkvöldsins. Hann segir að fyrsta skref hafi verið að mæta í fjöldahjálparstöðina í Herðubreið þar sem nöfn allra og kennitölur hafi verið tekin niður. Þannig hafi verið gerð grein fyrir öllum í bænum áður en íbúar héldu annað. „Svo fengum við góðar leiðbeiningar frá fólki sem var að vinna fyrir björgunarsveitir og Rauða krossinn. Svo pökkuðum við bara því sem við máttum taka og fórum yfir,“ segir Páll sem fór ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað skammt frá Egilsstöðum og dvaldi þar í nótt. Skýringarmynd sem Páll setti á Facebook sýnir afleiðingar hamfaranna í gær.Facebook/Páll Thamrong Lá andvaka og beið frétta Hús Páls var ekki á upphaflega skilgreindu hættusvæði vegna skriðanna en hann þurfti engu að síður að yfirgefa Seyðisfjörð eftir að tekin var ákvörðun um að rýma allan bæinn. Páll segir þá að erfitt hafi verið að festa svefn í gærkvöldi. „Ég lá bara andvaka og fylgdist með fréttum til að sjá hvort einhverjar breytingar hefðu orðið eða eitthvað gerst,“ segir Páll, sem kveðst ekki hafa sofið í mikið meira en þrjá klukkutíma í nótt. Páll segir íbúa slegna vegna atburðarásarinnar í gær. Seyðfirðingar séu slegnir og margir kvíði því að fara heim aftur, enda ollu skriðurnar mikilli eyðileggingu í bænum. Páll segir biðina eftir nýjum upplýsingum þá versta. „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta og horfa björtum augum til framtíðar. En þetta verður stór breyting á næstunni, ég er smá óttasleginn og ég er í smá sjokki. Maður er ekki hissa, það er 2020. Hvað gerist næsta ár, það er ég ekki spenntur að vita,“ segir Páll. Við fjöldskylda erum komnir á öruggan stað og vonum að allir séu komnir á öruggan stað, við erum allt í lagi auðvitað í...Posted by Páll Thamrong Snorrason on Friday, 18 December 2020 Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt. 18. desember 2020 21:44 Holræsin hafa ekki undan og slökkviliðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatnsskemmdum Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín. 18. desember 2020 20:08 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Páll þurfti, líkt og aðrir íbúar Seyðifsfjarðar, að yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi, þar sem ákveðið var að rýma allan bæinn vegna skriðuhættu, eftir að stórar skriður féllu á bæinn í gær með mikilli eyðileggingu. „Það gekk rosalega vel. Fólk var mjög rólegt, það var enginn æsingur. Fólk sýndi þolinmæði og gerði bara það sem það þurfti að gera,“ segir Páll í samtali við fréttastofu um rýmingaraðgerðir gærkvöldsins. Hann segir að fyrsta skref hafi verið að mæta í fjöldahjálparstöðina í Herðubreið þar sem nöfn allra og kennitölur hafi verið tekin niður. Þannig hafi verið gerð grein fyrir öllum í bænum áður en íbúar héldu annað. „Svo fengum við góðar leiðbeiningar frá fólki sem var að vinna fyrir björgunarsveitir og Rauða krossinn. Svo pökkuðum við bara því sem við máttum taka og fórum yfir,“ segir Páll sem fór ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað skammt frá Egilsstöðum og dvaldi þar í nótt. Skýringarmynd sem Páll setti á Facebook sýnir afleiðingar hamfaranna í gær.Facebook/Páll Thamrong Lá andvaka og beið frétta Hús Páls var ekki á upphaflega skilgreindu hættusvæði vegna skriðanna en hann þurfti engu að síður að yfirgefa Seyðisfjörð eftir að tekin var ákvörðun um að rýma allan bæinn. Páll segir þá að erfitt hafi verið að festa svefn í gærkvöldi. „Ég lá bara andvaka og fylgdist með fréttum til að sjá hvort einhverjar breytingar hefðu orðið eða eitthvað gerst,“ segir Páll, sem kveðst ekki hafa sofið í mikið meira en þrjá klukkutíma í nótt. Páll segir íbúa slegna vegna atburðarásarinnar í gær. Seyðfirðingar séu slegnir og margir kvíði því að fara heim aftur, enda ollu skriðurnar mikilli eyðileggingu í bænum. Páll segir biðina eftir nýjum upplýsingum þá versta. „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta og horfa björtum augum til framtíðar. En þetta verður stór breyting á næstunni, ég er smá óttasleginn og ég er í smá sjokki. Maður er ekki hissa, það er 2020. Hvað gerist næsta ár, það er ég ekki spenntur að vita,“ segir Páll. Við fjöldskylda erum komnir á öruggan stað og vonum að allir séu komnir á öruggan stað, við erum allt í lagi auðvitað í...Posted by Páll Thamrong Snorrason on Friday, 18 December 2020
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt. 18. desember 2020 21:44 Holræsin hafa ekki undan og slökkviliðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatnsskemmdum Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín. 18. desember 2020 20:08 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt. 18. desember 2020 21:44
Holræsin hafa ekki undan og slökkviliðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatnsskemmdum Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín. 18. desember 2020 20:08
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06