Allmikil lægð í kortunum á aðfangadag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2020 07:01 Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan sex á aðfangadag. Það er spáð rigningu, ekki snjókomu, svo rauð jól eru mun líklegri en hvít þetta árið. Veðurstofa Íslands „Eftir erfið veður síðustu daga, þótt sunnan- og vestanvert landið hafi sloppið ágætlega frá þessu, taka við mun rólegri dagar.“ Svona hefjast hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan mánudagsmorguninn en eins og kunnugt er urðu miklar hamfarir á Seyðisfirði í liðinni viku vegna metúrkomu sem féll þar og hafði í för með sér gríðarlegar aurskriður með tilheyrandi eyðileggingu í bænum. Þrátt fyrir rólegri daga fram undan veðrinu gæti engu að síður snjóað eða rignt, eða jafnvel komið slydda, vestantil á landinu seint á morgun og á Þorláksmessu. Þá er allmikil lægð væntanleg á aðfangadag en henni mun fylgja töluverð rigning og umtalsverð hlýindi. Mesta úrkoman verður bundin við Suður- og Vesturland. Á jóladag er síðan spáð suðvestanátt með éljum svo hlýindin vara ekki lengi að þessu sinni. „Austanvert landið sleppur að mestu við úrkomu þessa dagana, enda hafa þeir fengið skammtinn sinn og rúmlega það,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gul viðvörun er svo í gildi fram eftir morgni á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna storms og hríðarveðurs en nánari upplýsingar má nálgast hér á viðvörunarvef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 13-23 m/s, hvassast NV-til, en mun hægari vindur S- og A-lands. Slydda eða snjókoma um landið N- og A-vert. Norðaustan 10-18 og víða él með morgninum, einkum um landið NA-vert. Dregur úr vindi í dag, norðaustan 5-13 seinnipartinn með dálitlum éljum fyrir norðan og austan. Kólnandi, frost 0 til 8 stig í kvöld, milsast syðst. Vestlæg átt, 5-13 á morgun. Él eftir hádegi N- og V-til, fyrst á Vestfjörðum. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands, en 0 til 5 stiga frost vestast. Á þriðjudag: Vestlæg átt 5-13, hvassast NV-til. Bjart með köflum, en él V-lands síðdegis. Frost 0 til 14 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á miðvikudag (Þorláksmessa): Vestan 3-8 og skýjað með köflum, en suðlægari og dálítil él vestast. Áfram kalt í veðri, en mun mildara vestantil. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Gengur í hvassa sunnanátt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hlýnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Suðvestanátt og él, en léttskýjað A-lands. Kólnandi veður. Á laugardag (annar í jólum): Vestlæg eða breytileg átt og víða þurrt. Frost um allt land. Veður Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Svona hefjast hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan mánudagsmorguninn en eins og kunnugt er urðu miklar hamfarir á Seyðisfirði í liðinni viku vegna metúrkomu sem féll þar og hafði í för með sér gríðarlegar aurskriður með tilheyrandi eyðileggingu í bænum. Þrátt fyrir rólegri daga fram undan veðrinu gæti engu að síður snjóað eða rignt, eða jafnvel komið slydda, vestantil á landinu seint á morgun og á Þorláksmessu. Þá er allmikil lægð væntanleg á aðfangadag en henni mun fylgja töluverð rigning og umtalsverð hlýindi. Mesta úrkoman verður bundin við Suður- og Vesturland. Á jóladag er síðan spáð suðvestanátt með éljum svo hlýindin vara ekki lengi að þessu sinni. „Austanvert landið sleppur að mestu við úrkomu þessa dagana, enda hafa þeir fengið skammtinn sinn og rúmlega það,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gul viðvörun er svo í gildi fram eftir morgni á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna storms og hríðarveðurs en nánari upplýsingar má nálgast hér á viðvörunarvef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 13-23 m/s, hvassast NV-til, en mun hægari vindur S- og A-lands. Slydda eða snjókoma um landið N- og A-vert. Norðaustan 10-18 og víða él með morgninum, einkum um landið NA-vert. Dregur úr vindi í dag, norðaustan 5-13 seinnipartinn með dálitlum éljum fyrir norðan og austan. Kólnandi, frost 0 til 8 stig í kvöld, milsast syðst. Vestlæg átt, 5-13 á morgun. Él eftir hádegi N- og V-til, fyrst á Vestfjörðum. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands, en 0 til 5 stiga frost vestast. Á þriðjudag: Vestlæg átt 5-13, hvassast NV-til. Bjart með köflum, en él V-lands síðdegis. Frost 0 til 14 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á miðvikudag (Þorláksmessa): Vestan 3-8 og skýjað með köflum, en suðlægari og dálítil él vestast. Áfram kalt í veðri, en mun mildara vestantil. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Gengur í hvassa sunnanátt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hlýnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Suðvestanátt og él, en léttskýjað A-lands. Kólnandi veður. Á laugardag (annar í jólum): Vestlæg eða breytileg átt og víða þurrt. Frost um allt land.
Veður Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira