Telur ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2020 10:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki ástæðu á þessu stigi til þess að grípa til harðari aðgerða á landamærum hér þrátt fyrir nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi og virðist vera meira smitandi en önnur afbrigði. Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það í dag hvernig taka skuli á þessu nýja afbrigði veirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann meðal annars spurður út í það hvers vegna Ísland væri ekki líka búið að loka á Bretland en í dag er von á einni vél til landsins frá London. Þórólfur kvaðst hafa fundað í gær með vísindamönnum frá Bretlandi ásamt fulltrúum annarra Evrópuþjóða. Á fundinum fóru bresku vísindamennirnir yfir sín gögn varðandi nýja afbrigðið. „Þeir hafa náttúrulega reiknað þetta út hjá sér Bretarnir að veiran sé líklega, hún smiti meira eða er fljótari að fara yfir en aðrar veirur af Covid og færðu fyrir því alls konar útreikninga og rök. […] En þetta eru náttúrulega ekki endanleg sannindi en þetta eru sterkar vísbendingar um það en það virðist ekki vera að veiran sé verri, hún veldur ekkert verri sjúkdómi,“ sagði Þórólfur. Þá benti hann á að hafa þyrfti í huga að þær aðgerðir sem verið væri að grípa til erlendis nú vegna þessa nýja afbrigðis væru vegna þess að þjóðirnar hefðu hingað til ekki verið með neinar sérstakar aðgerðir á sínum landamærum. „Það hefur enginn verið með þessa tvöföldu skimun eins og við. Nú eru til dæmis Norðmenn að taka upp þessa tvöföldu skimun gagnvart Bretum eins og við erum með. Þannig að við erum búin að vera með þetta allan tímann. Við erum að reyna að grípa til þeirra aðgerða sem lágmarki hættuna á því að veiran komist hérna inn þannig að það eru aðrar þjóðir eru kannski aðeins að færa sig nær því sem við erum að gera með þessum aðgerðum. Ég tel ekki ástæðu fyrir okkur á þessu stigi að fara í miklu harðari aðgerðir á landamærunum,“ sagði Þórólfur. Einn hefur greinst hér á landi með þetta nýja afbrigði. Það var við seinni landamæraskimun í byrjun desember. „Hann var settur í einangrun og það hefur ekki orðið neitt smit út frá honum þannig að ég held að við séum að gera þetta eins vel á landamærunum gagnvart öllu og líka ef eitthvað svona kemur upp og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það í dag hvernig taka skuli á þessu nýja afbrigði veirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann meðal annars spurður út í það hvers vegna Ísland væri ekki líka búið að loka á Bretland en í dag er von á einni vél til landsins frá London. Þórólfur kvaðst hafa fundað í gær með vísindamönnum frá Bretlandi ásamt fulltrúum annarra Evrópuþjóða. Á fundinum fóru bresku vísindamennirnir yfir sín gögn varðandi nýja afbrigðið. „Þeir hafa náttúrulega reiknað þetta út hjá sér Bretarnir að veiran sé líklega, hún smiti meira eða er fljótari að fara yfir en aðrar veirur af Covid og færðu fyrir því alls konar útreikninga og rök. […] En þetta eru náttúrulega ekki endanleg sannindi en þetta eru sterkar vísbendingar um það en það virðist ekki vera að veiran sé verri, hún veldur ekkert verri sjúkdómi,“ sagði Þórólfur. Þá benti hann á að hafa þyrfti í huga að þær aðgerðir sem verið væri að grípa til erlendis nú vegna þessa nýja afbrigðis væru vegna þess að þjóðirnar hefðu hingað til ekki verið með neinar sérstakar aðgerðir á sínum landamærum. „Það hefur enginn verið með þessa tvöföldu skimun eins og við. Nú eru til dæmis Norðmenn að taka upp þessa tvöföldu skimun gagnvart Bretum eins og við erum með. Þannig að við erum búin að vera með þetta allan tímann. Við erum að reyna að grípa til þeirra aðgerða sem lágmarki hættuna á því að veiran komist hérna inn þannig að það eru aðrar þjóðir eru kannski aðeins að færa sig nær því sem við erum að gera með þessum aðgerðum. Ég tel ekki ástæðu fyrir okkur á þessu stigi að fara í miklu harðari aðgerðir á landamærunum,“ sagði Þórólfur. Einn hefur greinst hér á landi með þetta nýja afbrigði. Það var við seinni landamæraskimun í byrjun desember. „Hann var settur í einangrun og það hefur ekki orðið neitt smit út frá honum þannig að ég held að við séum að gera þetta eins vel á landamærunum gagnvart öllu og líka ef eitthvað svona kemur upp og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira