Nýsmituð tengjast vinahópum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 14:20 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32
Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53