Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2020 22:21 Fyrstu bílarnir aka í gegn eftir að Austureyjargöngin voru opnuð. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt: Færeyjar Samgöngur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt:
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira