Byrjað að steypa upp meðferðarkjarna Landspítala eftir áramót Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2020 19:21 Það mun taka þrjú ár að steypa upp tvo kjallara og sex hæðir ofan jarðar nýja meðferðakjarnans. Stöð 27Sigurjón Byrjað verður að steypa upp meðferðarkjarna nýja Landspítalans fljótlega upp úr áramótum. Þetta verður stærsta bygging nýja Landspítalans eða sjötíu þúsund fermetrar og fara um sextíu þúsund rúmmetrar af steypu í húsið. Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira