Ekki fallegt hjá Leeds en mikilvægur sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.

Leeds var niðurlægt af Manchester United um síðustu helgi en kom til baka í dag og tryggði sér þrjú dýrmæt stig gegn Burnley á heimavelli.

Patrick Bamford skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu. Eftir það má segja að Leedsarar hafi verið ólíkir sjálfum sér. Burnley átti betri færi í leiknum og pressuðu stíft til loka leiks en án árangurs.

Leikmenn Leeds geta farið sáttir á koddann í kvöld með þrjú mikilvæg stig og markið hreint. Leeds lyfti sér upp í 11. sæti með sigrinum og er komið með 20 stig á meðan Burnley er enn í vandræðum í 16. sæti deildarinnar með 13 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira