Enn stritað við samningaborðið vegna Brexit-samnings sem er „innan seilingar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2020 22:56 Það er fundað stíft í Brussel þessa dagana. AP/Virginia Mayo Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins sitja enn við samningaborðið um Brexit-samning sem sagður er vera „innan seilingar.“ Guardian greinir frá samkvæmt upplýsingum frá breska forsætisráðuneytinu. Í frétt Guardian segir að jafn vel hafi verið reiknað með að samningarnir yrðu kynntir í kvöld, samninganefndirnar hafi hins vegar ákveðið að taka sér örlítið lengri tíma þar sem um gríðarlega flókinn og langan samning er um að ræða. Fara þarf yfir tvö þúsund blaðsíður af lagatexta en nái Bretar og ESB saman um viðskiptasamning sem taki gildi áður en svokallað aðlögunartímabil án samnings átti að hefjast 1. janúar næstkomandi, með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum, þar sem Bretland mun yfirgefa innri markað og tollabandalag ESB um áramótin, hvort sem samningar nást eða ekki. Laura Kuenssberg, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar fréttastofu BBC, segir á Twitter að samninganefndirnar séu núna að ræða ákveðna kvóta á ákveðna tegundir fisks, en að ríkisstjórn Bretlands hafi verið kölluð á símafund. Segir hún það til marks um það að forsætisráðuneytið telji að samningar muni nást innan tíðar. Negotiators are still talking (apparently about specific quotas for specific species of fish) but the UK Cabinet is about to gather on a conference call - that wouldn't happen if No 10 wasn't by now very confident that deal is shortly to be finalised for real— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) December 23, 2020 Í frétt Guardian segir að fregnir frá Frakklandi um að Bretar hafi þurft að gefa mikið eftir til að ná samningum við ESB hafi ekki hjálpað til við samningaborðið í kvöld, auk þess sem að þar segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi viljað fá tíma til þess að undirbúa og afla stuðnings þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem hafa verið mest fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB. Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel en um tíu-leytið að staðartíma kom þangað pítsasendill með talsvert magn af pítsum, sem mögulega er til marks um að viðræður muni standa fram á nótt. Sign of a long night still ahead? #pizza #brexit #tradedeal pic.twitter.com/hJMtdjKq2A— Kate Vandy (@kate_vandy) December 23, 2020 Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Guardian greinir frá samkvæmt upplýsingum frá breska forsætisráðuneytinu. Í frétt Guardian segir að jafn vel hafi verið reiknað með að samningarnir yrðu kynntir í kvöld, samninganefndirnar hafi hins vegar ákveðið að taka sér örlítið lengri tíma þar sem um gríðarlega flókinn og langan samning er um að ræða. Fara þarf yfir tvö þúsund blaðsíður af lagatexta en nái Bretar og ESB saman um viðskiptasamning sem taki gildi áður en svokallað aðlögunartímabil án samnings átti að hefjast 1. janúar næstkomandi, með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum, þar sem Bretland mun yfirgefa innri markað og tollabandalag ESB um áramótin, hvort sem samningar nást eða ekki. Laura Kuenssberg, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar fréttastofu BBC, segir á Twitter að samninganefndirnar séu núna að ræða ákveðna kvóta á ákveðna tegundir fisks, en að ríkisstjórn Bretlands hafi verið kölluð á símafund. Segir hún það til marks um það að forsætisráðuneytið telji að samningar muni nást innan tíðar. Negotiators are still talking (apparently about specific quotas for specific species of fish) but the UK Cabinet is about to gather on a conference call - that wouldn't happen if No 10 wasn't by now very confident that deal is shortly to be finalised for real— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) December 23, 2020 Í frétt Guardian segir að fregnir frá Frakklandi um að Bretar hafi þurft að gefa mikið eftir til að ná samningum við ESB hafi ekki hjálpað til við samningaborðið í kvöld, auk þess sem að þar segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi viljað fá tíma til þess að undirbúa og afla stuðnings þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem hafa verið mest fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB. Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel en um tíu-leytið að staðartíma kom þangað pítsasendill með talsvert magn af pítsum, sem mögulega er til marks um að viðræður muni standa fram á nótt. Sign of a long night still ahead? #pizza #brexit #tradedeal pic.twitter.com/hJMtdjKq2A— Kate Vandy (@kate_vandy) December 23, 2020
Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira