Kóbítur – tillaga að nýyrði yfir Covid-19 Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 24. desember 2020 14:59 Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun