Alexander-Arnold var fyrirliði Liverpool í fjarveru Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum í síðasta leiknum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Salah sagðist ósáttur að hafa ekki verið valinn en Klopp segist hafa átt að láta Divock Origi bera bandið.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu stórt þetta væri fyrir Trent. Reglan er sú að ef allir fjórir fyrirliðarnir eru fjarverandi fær sá sem hefur spilað lengst fyrir liðið að vera fyrirliði. Ég hélt það væri Trent, en mér var sagt eftir á að það hefði átt að vera Origi. Það voru mín mistök, en ég tók ekki með í reikninginn að hann hefði verið á láni annarsstaðar,“ sagði Klopp.
„Í hreinskilni var ég mjög svekktur. Ég var að vonast eftir því að fá að vera með fyrirliðabandið, en það er ákvörðun þjálfarans og ég tek henni,“ sagði Mohammed Salah.